Fjölskyldujóga með hinni frábæru Maríu Shanko

Sunnudaginn 30. mars kl. 16:00 – 16:50

Vegna mikillar ánægju með Fjölskyldujóga á sunnudaginn þá ætlum við að endurtaka leikinn sunnud. 30. Mars. Athugið að við verðum kl 16.00. Krakkajóga námskeiðin byrja svo aftur 4. maí.

Börn og foreldrar fá tækifæri til að leika sér saman og eiga góða samverustund í fjölskyldujóga. Skemmtilegar æfingar og leikir. Ekkert aldurstakmark og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Verð: 4.000 kr. fyrir fjölskylduna ( 2-4 í fjölskyldu )

Skráning hér: jogasetrid@jogasetrid.is
Láttu okkur vita hvað margir í fjölskyldunni munu mæta í jógað

Nánar um krakkajóga í Jógasetrinu á http://jogasetrid.is/namskeid/krakkajoga/

 

MARÍA ÁSMUNDSDÓTTIR SHANKO Jógakennari

María Ásmundsdóttir Shanko lærði stott-pilates 2005 bæði hérlendis og í Boston og þjálfaði í Hreyfingu 2005-2006. 2011 fór hún á Krakkajóga kennaranámskeið “Childplay” hjá Gurudass Kaur og 2013 útskrifaði hún sem kundalini jógakennari í Jógasetrinu. Hún lærði meðgöngu- og mömmujóga hjá Andartak veturinn 2014-2015 og stundaði hatha jógakennaranám 2020-2021 hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin. María kenndi jóga á Austurlandi á árunum 2016-2018, hefur kennt leikjóga í leikskólanum Öskju frá 2018 og leyst af í Jógasetrinu. Hún hefur unnið sem bekkjarkennari í grunnskólum, verið dagmóðir, skólastjóri yfir leik- og grunnskóla og hópstjóri í leikskólanum Öskju. Hún hefur reynslu af því að kenna jóga á öllum námstigum. María er auk þess menntaður framhaldsskólakennari í latínu og grísku með MA próf í þýðingafræði. Áhugamál hennar fyrir utan jóga er að dansa argentískan tangó, ferðast, syngja og útivist.

María kennir krakkajóga fyrir 3-4 ára með foreldrum og 8-11 ára.

„Það er meðfætt tilkall hverrar manneskju að vera hraust, helg og hamingjusöm“

 

– Yogi Bhajan.