
Gong og tónheilun með Benna
Sunnudaginn 5. febrúar kl. 18:00 – 19:00
Benedikt Freyr Jónsson er tónlistarmaður og Yoga Nidra kennari. Hann hefur komið víða við í tónlistinni en líka kennt í Jógasetrinu í gegnum tíðina.
Gong hugleiðsla er tónheilun. Það er kraftmikið lækningartæki fyrir taugakerfið, líkama og sál. Gongið hjálpar okkur að hreinsa undirmeðvitundina og losa um stanslausar hugsanir.
Frítt fyrir iðkendur Jógasetursins – SKRÁNING IÐKENDA á jogasetrid@jogasetrid.is
Almennt verð 3.000 kr. – kaupa aðgang hér fyrir neðan
NB! Vinsamlegast mætið tímanlega og meldið ykkur á deski. Takk
Ekki mælt með fyrir barnshafandi konur.
