Jóganám október 2022 – apríl 2023
„Að koma heim til þín“
Uppbókað
Lífið er ekki verkefni til að leysa heldur leyndardómur til að uppgötva”
– Amrit Desai
Kennaranám er fyrir alla, hvort sem er til að verða löggiltur kennari eða dýpka persónulega reynslu af jóga. Námið veitir góðan grunn fyrir árangursríka jógaástundun. Viðurkennt nám sem gefur tæki og tól og alhliða þjálfun þar sem kennd eru bæði jógafræði, jógatækni, líffstíll og fleira. Við mælum eindregið með að þeir sem velja námið stundi jóga markvisst fram að náminu.

Um námið 
Næsta jógakennaranám með Auði Bjarnadóttur og fleiri góðum kennurum hefst í október 2022 og stendur út apríl 2023. Það er uppbókað í þetta jógakennaranám.
Námið er byggt á Hatha / Vinyasa og Amrit I Am Yoga.
Þetta dásamlega jógaferðalag er fyrir alla, hvort sem er til að verða jógakennari eða til að dýpka eigin ástundun. Námið er viðurkennt af Jógakennarafélagi Íslands og er stuðst við uppbyggingu og kröfur Yoga Alliance.
Áhugasamir geta sent póst á jogasetrid@jogasetrid.is til að skrá sig á listann.
„AÐ KOMA HEIM TIL ÞÍN“
KENNARAR Í NÁMINU

Í þessu jóganámi leggjum við áherslu á að iðkandinn öðlist djúpa þekkingu á eigin líkama og dýpki innri hlustun. Þannig erum við enn betur í stakk búin að miðla til annarra.
Í Jóganáminu lærum við um ýmsar nálganir hinna aldagömlu jógaiðkana sem enn er stuðst við um hina víðu veröld. Við lærum jógastöður, öndunaræfingar, hugleiðslur, jóga nidra og jógíska heimsspeki. Sú þekking og grunnur veitir okkur öryggi til þess að gera jóga að okkar eigin nærandi persónulegri iðkun.
Jafnvægi finnst í því að hlusta á þarfir líkamans sem eru síbreytilegar frá degi til dags. Við færum athyglina frá huganum yfir í líkamann og æfum okkur í að leyfa honum að leiða ferðalagið. Þannig þjálfum við með okkur öryggi að stíga út úr fyrirfram gefnum ramma yfir í að hlusta á innri vitund líkamans og treysta.
JÓGA NIDRA helgin (4 dagar) verður lokahelgin á Sólheimum í apríl 2023 með Kamini Desai sem hefur leitt Jóga Nidra námið í Jógasetrinu til fjölda ára. Jógakennaranámið veitir einnig inngang inn í Jóga Nidra kennaranámið hjá Jógasetrinu og er apríl lotan því “ Immersion “ ( fyrri hluti nidra námsins – almennt námskeið 135.000kr.)
Kennt er á íslensku nema Kamini Desai kennir á ensku í des. og apríl en við aðstoðum við þýðingu ef þarf.
Kennsla á Sólheimum í Grímsnesi
28. – 30. október
Föstudag – sunnudags ( 3 heilir dagar )
27. – 30. apríl
Fimmtudag – sunnudags ( 4 heilir dagar )
Kennsla í Reykjavík – 8 helgar
föstudagar 18.30 – 20.30,
laugardaga og sunnudaga kl 8.00 – 18.00
Birt með fyrirvara um breytingar.
We are the mirror, as well as the face in it,
We are tasting the taste, this minute of eternity,
We are the pain, and what cures the pain, both,
We are the cold sweet water, and the jar that pours.

Mahan Rishi Singh Khalsa og Nirbhe Kaur Khalsa
AUÐUR BJARNADÓTTIR
Aðalkennari í jóganáminu er Auður Bjarnadóttir sem hefur kennt jóga í yfir 20 ár og rekur Jógasetrið í Reykjavík. Auður hefur í gegnum árin kennt Hatha, Kundalini jóga, Jóga Nidra, Meðgöngujóga, Mömmu og Krakkajóga, Kennaraanám, auk ýmissa námskeiða. Auður er jógaþerapisti og leggur áherslu á í allri sinni nálgun á töfrana sem liggja í því að koma heim inn í líkamann, heim til sjálfsins með alúð og sjálfskærleika að leiðarljósi. Að hver og einn finni sinn innri styrk og mýkt hjartans til að lifa í frelsi á eigin forsendum.
Auður elskar að kenna jóga en einnig að vera eilífur námsmaður í jóga og í lífinu. Hún nýtur þess að sameina að ferðast og skoða heiminn með kennslu í jóga, td. á Krít, Corfu, Amorgos og í Himalayafjöllunum.
Í náminu eru einnig frábærir gestakennarar:
KAMINI DESAI
Kamini Desai mun kenna Jóga heimspekina og Jóga nidra fræðin. Hún hefur kennt í 25 ár víða um heim og er leiðandi í alþjóðasamfélaginu í Jóga nidra fræðunum. Það er mikill heiður að fá Kamini með okkur í kennaranámið.Kamini hefur einstakan hæfileika að miðla flóknum jógafræðum og gera þau aðgengilega og spennandi.
Nánar hér um Kamini: https://www.kaminidesai.com/biography
MAHAN RISHI SINGH KHALSA
Mahan Rishi Singh Khalsa hefur kennt Kundalini jóga og hugleiðslu í yfir 45 ár. Árið 1989 stofnaði hann ásamt eiginkonu sinni, Nirbhe Kaur Khalsa, heilsu- og jógastöðina The Khalsa Healing Arts and Yoga Center in Yardley, PA. USA. Mahan Rishi hefur komið oft og kennt bæði hér á landi og um allan heim þar sem hann leitast við að færa alda gamla visku og ósvikna hollustuhætti jóga og hugleiðslu inn í daglegt líf fólks. Hann mun kenna jógaíska anatómíu, hugleiðslu og fleira gott. Nánar hér um Mahan Rishi: https://khalsahealing.com/
NIRBHE KAUR KHALSA
Nirbhe Kaur Khalsa, eiginkona Mahan Rishi Singh Khalsa, hefur stundað Kundalini jóga og hugleiðslu síðan 1972. Áhuginn á að ástunda sjálf og læra hefur dýpkað í gegnum árin um leið og hún elskar að þjóna öðrum á leið til sjálfsvitundar.
Nánar hér um Nirbhe: https://khalsahealing.com/
KOLBRÚN BJÖRNSDÓTTIR
Kolbrún Björnsdóttir rekur Jurtaapótekið Í Reykjavík, er grasalæknir og jógakennari. Kolbrún með sína miklu reynslu og djúpu þekkingu mun fræða okkur um innri töfra líkamans, meltingarkerfi og margt fleira. Einnig mun hún kynna Ayurvedafræðin, hina heildrænu jógísku læknisfræði. Mahan
Nánar hér um Kolbrúnu: https://jurtaapotek.is/
KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR
Kristín mun halda fjóra frábæra fyrirlestra um seiglutog, streitu og heilsu. Kristín er slysa- og bráðalæknir en hefur alla tíð sinnt heilsueflingu, forvörnum og kennslu, Hún er aðjunkt við Læknadeild HÍ og síðastliðin fjögur ár hefur hún starfað hjá ÞR í heilsurannsókn ÍE. Nánar hér um Kristínu: https://www.facebook.com/aheildinalitid
RAKEL DÖGG SIGURGEIRSDÓTTIR
Rakel Dögg sjúkraþjálfari mun kenna líffærafræði, anatómíu. Hún hefur brennandi áhuga á líkamanum og virkni hans, er nuddari og flotþerapisti. Rakel er starfandi sjúkraþjálfari en tók einnig jógakennaranámið hjá Ástu í Amarayoga.
Kennsluefni
- Uppruni Jóga
- Jógískur lífsstíll (mataræði og daglegt líf/ lífsreglur)
- Jógísk heimspeki
- Orkustöðvar (chakras)
- Asana (Jógastöður)
- Möntrur
- Pranayama (öndunaræfingar)
- Bandha (lokur)
- Hugleiðsla
- Jóga Nidra (Djúp slökun)
- Sjálfsþekking / Sjálfsvinna
- Sálin: Fæðing
- Karma (lögmál orsaka og afleiðinga)
- Dharma (æðri tilgangur/okkar æðri leið)
- Karma jóga / Seva
- Vestræn líffærafræði og jógastöður
- Hlutverk og ábyrgð kennarans
- Mælt er með að lesa: Um hjartað liggur leið eftir Jack Kornfield, Mátturinn í núinu eftir Eckhart Tolle The Yoga Sutras of Patanjali eftir Sri Swami Satchidananda, Way of Grace byeftir Miranda Macpherson og Fear: Understanding and Accepting the Insecurities of Life eftir Osho.
.
DAGSETNINGAR
7. – 9. október – Jóga, öndun, slökun
28. – 30. október – Dýpra ferðalag inná við – SÓLHEIMAR
18. – 20. nóvember – Jógafræði og heimspeki
9. – 11. desember – Líffærafræði (Anatómía) og fl.
13. – 15. janúar – Jógastöður, tækni og fleira
3. – 5. febrúar – Heilsa, melting, Ayurveda og fl.
3. – 5. mars – Dýpra inn í iðkun, lífstíl og hugleiðslu
24. – 26. mars – Æfingakennsla og fleira
1. – 2. apríl – Æfingakennsla og fleira
27. – 30. apríl – Jóga Nidra “Immersion“ – SÓLHEIMAR

Kamini Desai
ÚTSKRIFT
- Mæting í allar lotur.
- Dagleg skrif: dagbók/endurspeglun + þakklætisiðkun
- Sóttir jógatímar í jógasetrið: 25 skipti ( eða samvarandi á landsbyggðinni )
- Æfingarkennsla með öðrum nemanda í náminu: 5 skipti
- Æfingakennsla með utanaðkomandi nemanda: 5 skipti
- Æfingakennsla með hópnum: 2 skipti
- Ritgerð í lok námssins: ca 1000 – 1500 orð
Fyrir nánari upplýsingar og umsóknareyðublað hafðu samband við: jogasetrid@jogasetrid.is Sími: 7781000
VERÐ
490.000 kr.
Ef staðgreitt er fyrir 1. september er verðið 470.000
40.000 kr. staðfestingargjald greiðist við skráningu, óafturkræft.
(Staðfestingargjald er innifalið í heildarverði)
Fyrir nánari upplýsingar hafðu samband við jogasetrid@jogasetrid.is Sími 778 1000.
INNIFALIÐ
Öll kennsla og 3 námsbækur. 7 dagar á Sólheimum með gistingu og grænmetisfæði.