Konur & Hvíld

Svefnheilsa kvenna, hjartaopnandi kakóhugleiðsla, fræðsla og Jóga Nidra.
24. júní 2025 kl 19:00 – 21:00

🌿 Komdu og taktu þátt í nærandi kvöldstund sem sameinar fræðslu um svefnheilsu kvenna, svefnráð og jóga nidra djúpslökun.  

👩‍⚕️🧘‍♀️ Inga Rún Björnsdóttir, sálfræðingur og svefnráðgjafi hjá Betri Svefn og SheSleep (svefn-app), jóga- og nidra kennari leiðir viðburðinn. Inga Rún hefur sérþekkingu á sviði taugasálfræði en síðustu ár hefur svefninn átt hug hennar allan þar sem hún hefur starfað við greiningu, meðferð og fræðslu á sviði svefns og tekur þátt í þróun á aðgengilegum rafrænum lausnum við svefnvanda. Hún hefur mikinn áhuga á mikilvægi slökunar og jóga nidra fyrir svefn og andlega heilsu. Viðburðurinn er ætlaður konum, þar sem sérstök áhersla er á fræðslu um svefnvanda í tengslum við barneignir, tíðahringinn, breytingaskeiðið, streitu og fleiri áskoranir sem konur mæta gjarnan á lífsleiðinni.  

 

📅 Dagskrá:
💖 Kakó & ásetningur: Við byrjum stundina með hjartaopnandi ceremonial-kakói eða te fyrir þær sem vilja og setjum okkur ásetning fyrir tímann.
🛌💤 Fræðsla um svefn, streitu, svefnvanda og svefnheilsu kvenna: Inga Rún fræðir um svefn og algengan svefnvanda, áhrif streitu á svefn og mikilvægi slökunar er kemur að góðri svefnheilsu. Hvaða svefnráð virka best? Hvaða áhrif hafa mismunandi skeið tíðahringsins á svefn? Hvað er til ráða þegar svefninn fer úr skorðum í tengslum við barneignir eða á breytingaskeiðinu? Þurfa konur meiri svefn en karlar? Svefnkvíði, hvað er það? Inga Rún svarar meðal annars þessum spurningum í fræðslunni og kynnir einnig fyrir þátttakendum aðgengilega, ódýra og gagnreynda rafræna lausn sem Betri Svefn hefur þróað til að bæta svefn.
🧘‍♀️✨ Mjúkt jóga: Jógastöður sem styðja við góðan svefn, róa taugakerfið, draga úr spennu í líkamanum og hjálpa til við að minnka streitu og kvíða.
🕉️🪷 Jóga nidra & gong slökun: Jóga nidra djúpslökun og gongspil – mjög öflug verkfæri til að virkja sefkerfi líkamans og styðja við betri svefn og vellíðan.
🧘‍♀️🌙 Hugleiðsla: Við endum viðburðinn á nærandi hugleiðslu sem undirbýr líkama og huga fyrir endurnærandi svefn.  

 

💰 Verð: 6.900kr https://www.abler.io/shop/jogasetrid/1
(Korthafar Jógasetursins fá 20% afslátt af miðaverði og kaupa aðgang í afgreiðslunni).
Athugið að pláss á viðburðinn er takmarkað. Við hvetjum áhugasamar til að tryggja sér miða er miðasala hefst.
Við hlökkum til að sjá ykkur og skapa saman rými fyrir djúpa slökun og innri ró.

„Það er meðfætt tilkall hverrar manneskju að vera hraust, helg og hamingjusöm“

 

– Yogi Bhajan.