Nýársfögnuður Jógasetursins

1. janúar kl. 15.00 -16.15

Lifandi tónlist – Möntrur – 40 daga hugleiðsla – Tónheilun – Gong 
Við komum saman á Nýársdag og fögnum nýju ári, nýju upphafi, sleppum því liðna og styrkjum góðan ásetning fyrir komandi ár. Við syngjum möntrur með lifandi tónslist með söngkonunum Dísu, Birnu og Marinu. Og svo Tónheilun
Á hverju ári fylltist salurinn af vongóðum nýárs sálum. Við hlökkum til að koma saman aftur og styrkja ljóssins von og kærleika! 
 
Allt er eins nýtt og ég vil sjá það. Það er mikið frelsi að átta sig á að ég skapa lífið mitt. Með jóga og hugleiðslu erum við að styrkja andlega vöðvann, finna miðjuna okkar og ró í ólgusjó!
ALLIR HJARTANLEGA VELKOMNIR! 
 
FRJÁLS FRAMLÖG fyrir Kvennaathvarfið!
Gjöfult hjarta er gott hjarta! Vinsamlegast komið með pening í hjartaboxið græna. Það er gott að byrja nýja árið með því að gefa af sér. “Hvernig get ég þjónað” 
 
40 DAGA HUGLEIÐSLA
Við byrjum saman á 40 daga hugleiðslu sem hver og einn gerir síðan heima hjá sér, en við munum einnig bjóða upp á að hugleiða saman í Jógasetrinu flesta daga vikunnar. Frábært að byrja nýja árið að styrkja góðan vana með daglegri hugleiðslu. Við munum fylgja því eftir með facebook hóp til stuðnings.
“Fyrst skapar þú vanann, svo skapar vaninn þig”
Mantra er hljóð, orð eða samsetning orða sem notast er við í hugleiðslu og hefur margvísleg áhrif tengd merkingu þeirra. Man þýðir hugur og Tra þýðir frelsi. MANTRA = að frelsa hugann. 
 
DÍSA
Arndís Árelía eða Dísa, eins og hún er alltaf kölluð, er tónlistarkona og kennari. Dísa hefur starfað við tónlist síðustu 25 ár, þar sem hún hefur bæði sinnt eigin tónlistarverkefnum og miðlað tónlist til barna og fullorðinna í gegnum píanó og trommukennslu. Dísa útskrifaðist úr Jógakennaranámi Jógasetursins síðstliðin vetur. 
 
SÓLARÍS
skipuð Marínu Ósk og Birnu Kristínu
Birna Kristín Ásbjörnsdóttir er rytmískur píanókennari með B.A. gráðu í sálfræði.
Hún fór til Guatemala árið 2020 og hefur síðan haldið kakóseremóníur með áherslu á möntrusöng og tónheilun.
Marína Ósk er söngkona, lagasmiður og söngkennari en leikur auk þess á hin ýmsu hljóðfæri. Hún er með M.A. í jazzsöng frá Konunglega tónlistarháskólanum í Stokkhólmi og hefur stúderað fjölbreytta tónlist frá hinum ýmsu hornum heimsins 
 
HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR.