
Paranámskeið – Já elskan 2. nóv og 7. des 2025
NÆSTU PARANÁMSKEIÐ:
Sunnudaginn 2. nóvember kl. 16.00-19.00
Fyrir konur settar í nóvember og desember og maka/aðstandanda.
Sunnudaginn 7. desember kl. 18.00-21.00
Fyrir konur settar í desember og janúar og maka/aðstandanda.
Kæru barnhafandi konur
Á ca. 4-6 vikna fresti bjóðum við upp á paranámskeið þar sem makinn mætir með eða sá sem aðstoðar í fæðingu. Farið er í öndun og ýmsan undirbúning fyrir fæðinguna, nudd, ásamt ýmsum góðum ráðum. Rannsóknir sýna að góður stuðningur maka í fæðingum hefur jákvæð áhrif á líðan konunnar og minna um inngrip í fæðingu.
Því fyrr sem þú kemur, því meira JÁ ELSKAN frá makanum.
PARANÁMSKEIÐ SKRÁNING
Vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á jogasetrid@jogasetrid.is til að skrá þig með eftirfarandi upplýsingum:
1- Nafn maka eða aðstandanda
2- Settur dagur
3- Staðfesta að þú sért hjá okkur í meðgöngujóga. Takk.
VERÐ: 9.900 kr. fyrir parið, fyrir þær sem eru í meðgöngujóga hjá okkur.
16.900 kr. (ef ekki í meðgöngujóga í Jógasetrinu)
Auður hefur kennt meðgöngujóga af ástríðu í 24 ár, menntað sig í hypnobirth fræðunum og Doulu námskeiði hjá Hönd í hönd. https://www.jogasetrid.is/kennarar-jogasetursins/
Soffía er reyndasta doula landsins en starfar einnig sem fjölskyldufræðingur. Nánar um Soffíu: https://www.hondihond.is/
„Eftir fæðinguna líður mér svolítið eins og mér séu allir vegir færir, eins og ég hafi sigrað heiminn, eins og sjálfstraustið hafi hoppað upp um nokkur level! Svoleiðis óska ég öllum að líða eftir sína fæðingu, og það er ekki spurning, tímarnir í jóganu hjá Auði, OG SÉRSTAKLEGA PARAKVÖLDINU á ég allt að þakka. Gangi ykkur öllum vel!“ – Ingibjörg
ATH! Paranámskeiðið er griðarlega vinsælt og því aðeins fyrir konur sem eru í meðgöngujóga í Jógasetrinu nema losni pláss.
“Love will always make you wise.”