Perlumæður – konur án barna

Hugleiðsla og slökun í Jógasetrinu laugardaginn 23. október kl 14:00-16:00

Úní Arndísar yogakennari, Seiðkona & Perlumóðir býður uppá heilandi hugleiðslu og slökun fyrir Perlumæður.
Perlumóðir er móðir lífsins, hún er móðir fegurðar og ljóma. Kona sem gefur af sér, skapar og breytir heiminum. Hún er móðir margra perlna – en hún getur ekki eignast börn, eða velur það að eignast ekki börn.

Konur án barna eru Perlumæður. Við berum með okkur eiginleika og styrk Móðurinnar – en við getum ekki af okkur börn í eignlegri merkingu. “Börnin okkar” eða Perlur, eins og Úní velur að kalla þær, birtast í formi listaverka okkar, verkefna okkar og öllu því sem við nærum og gefum líf. 

Við Perlumæður færum heiminum regnboga okkar og töfra – við nærum, gefum líf og sköpum – það birtist bara ekki í formi lítils barns.

Mætumst í hljóðlátu og kærleiksríku rými. Konur án barna, saman í hring. Perlumæður, með það markmið að heila sárin okkar og stíga sterkari fram á við. Hér dveljum við í hjartanu, í helgu systralagi, með traust og virðingu að sjónarmiði. 

Úní Arndísar er ófrjó en hefur tekið titilinn Perlumóðir, í því skyni að umbreyta orku og skynjun á ófrjósemi. Úní hvetur ófrjóar konur að taka titilinn einnig, með stolti, og sanna fyrir heiminum að konur án barna hafi mikilvægu, heilandi hlutverki að gegna á Móður Jörð. 

Úní leiðir Gyðjuathöfn, hugleiðslu og slökun fyrir Perlumæður í Jógasetrinu, og býður allar konur án barna hjartanlega velkomnar. 

Hvar: Jógasetrið, Skipholti 50c, 105 Reykjavík
Kostnaður: 5000 kr 
Skráning: hjá Unni Arndísar uni@uni.is eða í síma 696-5876

Lágmarksþáttaka þarf að nást svo af viðburðinum verði – því er mikilvægt að skrá sig fyrir 20.október 2021. 

Úní Arndísar seiðkona & yogakennari, hefur seinustu 11 árin haldið jarðar- og tunglathafnir, þar sem konur koma saman og fræðast um Gyðjur, tunglorkuna og hinn helga kvenkraft.

Úní tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum. Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins, sór eið sem systir Avalon og hefur tileinkað líf sitt Norrænu Gyðjunni.
Úní hefur samið tónlist til Íslensku Gyðjanna í dúettnum Seiðlæti með Reyni Katrínarsyni Galdrameistara.

Úní hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að Gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.