Sólstöðuhátíð í Jógasetrinu

21. júní kl. 14:00-15:30

Við fögnum SUMARSÓLSTÖÐUM og lengsta degi ársins. Við syngjum möntrur og dönsum. Við styrkjum saman innri sólina og vekjum upp orkuna og góðan ásetning. Í lokin njótum við djúpslökunar með tónheilun.
 
 
Auður og Estrid jógínur og tónlistarkonan Helma Ýr taka vel á móti þér.
 
 
ALLIR VELKOMNIR
 
 
INNIFALIÐ Í KORTI fyrir iðkendur 
 
 
Venjuleg skráning í gegnum Abler.
 
 
Helma Ýr Helgadóttir er menntuð kennari og hjúkrunarfræðingur, en starfar í dag sem tónmenntakennari og leiðir Möntrukórinn. Hún er með menntun í óperusöng og klassískri tónlist og hefur einnig lokið kennaranámi í MediYoga og Hatha jóga. Helma hefur sótt fjölmörg námskeið og vinnustofur, bæði hérlendis og erlendis, tengd tónlist, söng og möntrum. Hún trúir á lækningarmátt raddarinnar og að tónlist og söngur geti veitt djúpa og hjartnæma heilun.
 
 
Estrid Þorvaldsdóttir, byrjaði í kundalini yoga kennararnámi í september 2008. Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan, hefur notið vaxandi vinsælda og er stundum kallað jóga hins vinnandi fólks. Estrid starfar sem yoga kennari og ráðgjafi og leiðsögumaður um fjöll og fyrnindi. Hún er í framhaldsnámi í kundalini yoga fræðum. Hún vinnur einnig með orkustöðvar heilun byggt á vísindum kundalini yoga og veitir persónulega ráðgjöf við að finna út hvaða orkustöðvar eru í ójafnvægi og veita hugleiðslur og yogaæfingar sem hjálpa viðkomandi finna þitt eðlilega ástand. Estrid kennir Kundalini jóga, Orkustöðvanámskeið og er einnig með einkatíma í Orkustöðvarlestri.
 
 
Auður Bjarnadóttir, hefur kennt jóga síðan 2000. Árið 1999 tók hún sitt fyrsta kennarapróf, hatha/ashtanga í “Mount Madonna” í Kaliforníu. Meðgöngujóganámið hófst í Seattle árið 2000, á Kripalu Center árið 2002 og hjá hinni víðfrægu Gurumukh ‘Khalsa Way’ árið 2005. Auður útskrifaðist sem Kundalini jógakennari árið 2005 í New Mexico. Hún er einnig með kennararéttindi í Yoga Nidra og Yoga Therapíu frá Amrit Institute í Florida. Árið 2012 tók hún Diploma sem Dáleiðslutæknir haustið 2012 frá The International School of Clinical Hypnosis. Auður hefur sérhæft sig í meðgöngujóga og fæðingarfræðum og tók Doulu námi hjá Hönd í Hönd 2011 og HypnoBirth námskeið. Árið 2000-2001 sá Auður um Krakkajóga í Stundinni okkar og 2012 gaf hún út Krakkajóga DVD mynd ásamt “Erumenn”. Auður hefur kennt víða og haldið utan um ýmis námskeið í Jógasetrinu, ma. Kennarnám í Kundalini Jóga og fleiri fjölbreytt námskeið. Auður elskar að kenna en líka að læra og lítur á sig sem eilífan nemanda í jóga, og að lifa lífinu lifandi. Auður kennir Kundalini jóga, Meðgöngujóga, Mömmujóga, Hatha jóga og Jóga Nidra, leiðir Kennaranám í Kundalini og fleira. Auður hefur einnig leitt jógaferðir á fjöllum og síðustu ár hefur hún einnig kennt íslenskum og erlendum hópum á Krít og Corfu á Grikklandi.
 
 
Skráning fyrir gesti, Verð: 4000.-:
https://www.abler.io/…/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NDE0MzA= eða senda skráningu á jogasetrid@jogasetrid.is

„Það er meðfætt tilkall hverrar manneskju að vera hraust, helg og hamingjusöm“

 

– Yogi Bhajan.