Styrkjandi jóganámskeið fyrir konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein

Námskeiðið hefst 4. febrúar og stendur til 4. mars (5 vikur)
Kennt verður á þriðjudögum frá kl 19:00 til 20.15

Styrkjandi jóganámskeið fyrir konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein.   
Með áherslu á endurheimt, sjálfsmildi og slökun.  
 
-Greining, meðferð og eftirköst brjóstakrabbameins eru stórt áfall, bæði andlega og líkamlega. Miklar breytingar koma í kjölfarið og ganga sumar þeirra til baka á meðan aðrar eru komnar til að vera. Það getur verið mikil áskorun að halda áfram út í lífið eftir þetta áfall  

-Markmið námskeiðsins er að veita konum sem gengið hafa í gegnum slíkt ferli verkfæri og tækifæri til þess að hreyfa sig af öryggi, upplifa slökun og fá heildarsýn á eigið ástand sem getur bætt líðan til muna  
-Við leggjum áherslu á mjúkar hreyfingar sem eru sérhæfðar fyrir okkar hóp, fræðslu um afleiðingar aðgerða, geisla og lyfjameðferða ásamt jóga nidra og gong  tónheilun sem þar sem iðkandinn er leiddur inn í djúpa slökun . Þessi tegund af slökun/hugleiðslu getur meðal annars hjálpað til við að losa um streitu, bæta svefn og ná tökum á kvíða.  
 
 
 
Kennarar: Halla Bjarklind og Katrín Eyjólfsdóttir  
 
 
 
Halla er hjúkrunarfræðingur að mennt og er með 20 ára reynslu sem slíkur. Hún hefur stundað jóga um árabil og útskrifaðist sem jógakennari vorið 2024 frá Jógasetrinu. Hún hefur einnig leiðbeinendaréttindi í jóga nidra frá Amrityoga institute og farið á sérnámskeið til þess að kenna jóga fyrir einstaklinga með krabbamein. Sjálf greindist hún með brjóstakrabbamein árið 2022.  
 

Katrín er menntaður þroskaþjálfi og hefur starfað við það síðastliðin 25 ár. Hún hefur starfað sem ráðgjafi við fjölskyldur fatlaðra og langveikra barna. Hún er einnig lærður sáttamiðlari. Katrín hefur stundað jóga í mörg ár og hefur mikinn áhuga á hvernig hægt er að nýta og útfæra jóga hugmyndafræðina í daglegu lífi eftir þörfum hvers eins. Hún útskrifaðist sem jógakennari úr jóganáminu hjá Auði í Jógasetrinu árið 2023 og er einnig með réttindi sem jóga nidra kennari frá Amrityoga institute. Hún hefur farið á grunn og framhaldsnámskeið í gong tónheilun hjá Arnbjörgu Kristínu og tónheilun með kristalskálar hjá Saraswati OM. Hún hefur verið með námskeið í Jógasetrinu fyrir mæður langveikra barna með áherslu á jóga nidra og tónheilun.  Katrín hefur reynslu af stuðningi við aðstandenda í krabbameinsferð.  

 

Verð 25.000 kr.   
Innifalið er líka að koma í opna tíma í stundaskrá á meðan á námskeiðinu stendur.
 

„Það er meðfætt tilkall hverrar manneskju að vera hraust, helg og hamingjusöm“

 

– Yogi Bhajan.