Tónferðalag og kakó með Herberti

Laugardaginn 24. maí kl 17:00 – 18:30

Í tónheilun getum við unnið úr og melt tilfinningar og upplifanir sem hugsandi hugur okkar á stundum erfitt með að finna farveg.

Við byrjum stundina á því að fá okkur kakóbolla saman og setja okkur ásetning fyrir það sem við viljum sleppa tökum af eða vinna með á þeirri stundu. Kakóið hjálpar okkur að komast dýpra í slökun, mýkt og getur aðstoðað okkur við það að taka á móti því sem kemur upp.

Upplifunin byrjar á gong slökun og svo færi ég mig yfir í crystal tones crystal skálar og fleiri hljóðfæri. Crystal tones skálaranar eru blanda af quartz kristal og öðrum steinum/málmum og upplifir fólk almennt að ómurinn úr þeim skapi fallegt og heilandi rými. Það er mikilvægt að minna á það að það er ekki ég sem er að sjá um að heila, ég er að halda rými svo að þú getir fengið tækifæri til þess að mæta því sem kerfið þitt veit að það þarf að vinna úr. Við erum okkar eigin heilarar og styrkurinn býr innra með okkur öllum.

Gott er að taka með sér vatnsbrúsa og mæta í þægilegum fötum. Koddar, dýnur og teppi eru á staðnum.

Ég hlakka til þess að taka á móti ykkur í þessu fallega rými. Fólk getur upplifað það að ná að hvílast betur og dýpra eftir svona upplifun. Við þurfum ekki alltaf að skilja það sem á sér stað í þessum upplifunum en ásetningur minn er að við getum létt á því sem er tilbúið að halda sína leið að hverju sinni.

*Viðburðurinn kostar 5þ krónur og það er takmarkað pláss svo það er nauðsynlegt að skrá sig svo ég geti haldið frá plássi.
Innifalið í verðinu er bolli af lífrænu ceremonial kakói.

Ég hlakka til þess að deila með ykkur rými og taka þátt í því að skapa þennan viðburð með ykkur.
Viðburðurinn stendur yfir í ca 1 og hálfan klukkutíma.

Kærleikur og þakklæti. -Herbert

 

„Það er meðfætt tilkall hverrar manneskju að vera hraust, helg og hamingjusöm“

 

– Yogi Bhajan.