
Jóga gegn streitu og kvíða
Hefst 6. mars kl. 13.00
Námskeiðið er byggt upp á öndunaræfingum og hugleiðslu, kundalini jóga, jóga nidra djúpslökun og tónheilun. Einnig er fræðsla um mataræði og heilbrigðar venjur, ásamt verkefnum sem þátttakendur vinna heima.Þessar fjölbreyttu aðferðir hjálpa okkur að skoða rót kvíða og streitu og um leið að losa spennu úr líkamanum og neikvæð hugsanamynstur. Með dýpri öndun og hugarró skapast rými fyrir nýja orku og jákvæð mynstur og venjur til þess að auka heilbrigði og lífsgæði
Þetta námskeið er einnig gott tækifæri til þess að skoða okkur sjálf og líf okkar, skoða hvernig lífi við viljum lifa, efla innsæið og tengjast okkar innri visku til þess að byggja góðan grunn að draumasjálfinu okkar og leyfa okkur að blómstra í lífinu.
„Við erum öll ljós sem búum yfir stórkostlegum mætti og fallegum gjöfum. Öll svörin er að finna í hjarta okkar og með því að hlusta á það og fylgja því getum við lifað okkar æðri tilgang í gleði og kærleik.“
Námskeiðið verður haldið á laugardögum í febrúar í tvær klukkustundir í senn.
6. febrúar kl. 13.00-15.00 Næring fyrir líkamann
13. febrúar kl. 13.00-15.00 Næring fyrir hugann
20. febrúar kl. 13.00-15.00 Næring fyrir hjartað
27. febrúar kl. 13.00-15.00 Næring fyrir sálina
Leiðbeinandi námskeiðs er Guðrún Þorsteinsdóttir
Guðrún hefur allt frá unga aldri haft mikinn áhuga á listum og andlegum málefnum. Hún nam fyrsta stig í Kundalini jóga á Indlandi með Gurmukh og jóga Nidra hjá Kamini Desai á vegum Jógasetursins. Hún hefur búið í nokkrum mismunandi löndum og sótt þar ýmis námskeið sem tengjast jóga, heildrænum meðferðum, heilun og reiki. Áhugi hennar á heilun og tónlist leiddi hana til þess að nema tónheilun þar sem hún notast mest við hinar mögnuðu kristalskálar.
Verð: 22.000 kr.
50% afsláttur fyrir korthafa með áskrift. Innifalið er mæting í opið kort á meðan á námskeiðinu stendur.
Nánari upplýsingar:
jogasetrid@jogasetrid.is
gudrun.thorsteinsdottir@gmail.com
