Jóganám september 2025 – maí 2026 – Skráning í fullum gangi

AÐ KOMA HEIM TIL ÞÍN“
Jóganám með Auði Bjarnadóttur og fleiri góðum kennurum hefst 5. september 2025 og stendur  til 17. maí 2026.
Námið er byggt á Hatha / Vinyasa / Kundalini og Amrit I Am Yoga.
Þetta dásamlega jógaferðalag er fyrir alla, hvort sem er til að verða jógakennari eða til að dýpka eigin ástundun.
Námið er viðurkennt af Jógakennarafélagi Íslands og er stuðst við kröfur Yoga Alliance.
Í þessu jóganámi leggjum við áherslu á að iðkandinn öðlist djúpa þekkingu á eigin líkama og dýpki innri hlustun. Við skoðum inná við og leyfum umbreytingu að eiga sér stað. Þannig erum við enn betur í stakk búin að miðla til annarra.
Í Jóganáminu lærum við um ýmsar nálganir hinna aldagömlu jógaiðkana sem enn er stuðst við um hina víðu veröld. Við lærum jógastöður, öndunaræfingar, hugleiðslur, jóga nidra og jógíska heimsspeki. Sú þekking og grunnur veitir okkur öryggi til þess að gera jóga að okkar eigin nærandi persónulegri iðkun.
 
Aðalkennari er Auður Bjarnadóttir
Frábærir gestakennarar:
Kamini Desai PhD, jógakennari
Veerle Geuens, jógakennari
Kristín Sigurðardóttir, læknir
Kolbrún Björnsdóttir, grasalæknir
Rakel Dögg Sigurbjörnsdóttir sjúkraþjálfari
 
 

MEÐMÆLI JÓGANÁM

“Að skrá mig í jógakennaranámið hjá Auði er það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig. Ég öðlaðist meiri hugarró, fékk innsýn í þessa fornu lífsspeki og eignaðist yndislegar jógasystur. Leiðbeinendurnir í náminu voru dásamlegir og fullir af visku. Þakklát fyrir að hafa fengið að fara þessa vegferð og mæli eindregið með þessu námi fyrir alla sem vilja efla skilning sinn á jóga, hvort sem er fyrir eigin iðkun eða til að miðla því áfram til annarra.”  
Valdís Garðars 2024

“Jógakennaranámið í Jógasetrinu var umbreytandi ferðalag fyrir mig og það besta við ferðalagið var að koma heim. Heim til mín í mitt sanna sjálf og læra að rækta sjálfið. Námið færði mér magnaða visku, vinkonur og verkfæri fyrir lífið. Ég er hjartanlega þakklát fyrir að hafa kynnst öllum þessum dýrmætu sálum og fyrir að hafa fengið að nema af stórkostlegum jógameisturum og kennurum. Að skrá mig í þetta nám er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið. Ef þú hefur verið að velta fyrir þér að fara í jógakennaranám og vilt kafa á dýptina, þá er Jógasetrið staðurinn og elsku Auður og hennar fólk ykkar leiðsögumenn. “   
Hrefna Sigurjónsdóttir 2024

“Fyrir mér var námið vel uppbyggt þar sem jógafræðunum var miðlað frá mörgum hliðum af frábærum kennurum. En ekki hvað síst er námið mannbætandi og heilandi ferðalag.” 
Guðrún Gísladóttir 2023

“Að fara í jógakennaranámið, Að koma heim til þín, hjá Auði og Jógasetrinu er ein sú stærsta og besta gjöf sem ég hef gefið mér. Námið er ótrúlega fjölbreytt og gefandi, þar sem farið er í ferðalag um alla undraheima jóga. Kennararnir eru framúrskarandi og það var virkilega gaman og fróðlegt að fá innsýn í þeirra mögnuðu þekkingu. Auður heldur svo utan um allt námið með öllum sínum kærleika og gleði ásamt því að miðla allri sinni visku á svo einstakan hátt. Hvort sem þig langar til að verða jógakennari eða dýpka skilning og iðkun þína á jóga þá mæli ég með þessu námi af öllu hjarta. “  
Dísa Hreiðarsdóttir 2022

„Það er meðfætt tilkall hverrar manneskju að vera hraust, helg og hamingjusöm“