Kennaranám í Jógasetrinu

Lífið er ekki verkefni til að leysa heldur leyndardómur til að uppgötva”

 

– Amrit Desai

Kennaranám er fyrir alla, hvort sem er til að verða löggiltur kennari eða dýpka persónulega reynslu af Jóga. Námið veitir góðan grunn fyrir árangursríka jógaástundun. Viðurkennt nám sem gefur tæki og tól og alhliða þjálfun þar sem kennd eru bæði jógafræði , jógatækni, líffstíll og fleira. Við mælum eindregið með að þeir sem velja námið stundi jóga markvisst fram að náminu.

  Um Hatha / Vinyasa námið   

Næsta jógakennaranám með Auði Bjarnadóttur og Kamini Desai er áætlað að byrji haustið  2021 og og standi fram til vorsins  2022. Námið er byggt á Hatha  / Vinyasa og  Amrit I am yoga.

Nánari upplýsingar verða birtar síðar.

Kennsluefni

 • Uppruni Jóga
 • Jógískur lífsstíll (mataræði og daglegt líf/lífsreglur)
 • Jógísk heimspeki 
 • Orkustöðvar ( chakras )
 • Asana ( Jógastöður )
 • Möntrur
 • Pranayama ( öndunaræfingar )
 • Bandha ( lokur)
 • Hugleiðsla
 • Jóga Nidra  ( Djúp slökun )
 • Sjálfsþekking / Sjálfsvinna
 • Sálin: Fæðing
  • Karma (lögmál orsaka og afleiðinga),
  • Dharma (æðri tilgangur/okkar æðri leið).
 • Vestræn líffærafræði og jógastöður
 • Hlutverk og ábyrgð kennarans

Matið byggist á því að uppfylla eftirfarandi:

 • Full greiðsla allra gjalda
 • Skyldumæting í allar kennslustundir auk  heimavinnu
 • Fullnægjandi útkoma í kennsluþjálfun.
Kennt verður í Reykjavík en einnig  á  Sólheimum.

  Jóga Nidra nám á Sólheimum 2021   

Kennt er á ensku en íslenskt aðstoðarfólk á staðnum

Verð: 125.000 kr.

Innifalið í kennslu

 • Gisting í 3 nætur ( fimmtud- sunnudag )
  Grænmetisfæði / vegan frá fimmtudagshádegi til hádegis á sunnudag.
 • Jóga Nidra kennsla

 • Veglegt Jóga Nidra námshefti  bæði fyrir Immersion og Certification

 • Skírteini fyrir “Certification”  – Seinni lota og þá fylgja einnig Jóga Nidra kort á íslensku.

4. – 7. nóvember 2021 – Immersion

Djúp og fræðandi kynning og kennsla í Jóga Nidra og jógafræðunum  með einstökum kennara. Opið fyrir alla.

Skráning

 • Senda email á jogasetrid@jogasetrid.is með:  NAFN /  KENNITALA /  SÍMI
  Vinsamlegast láttu okkur vita hvort þú velur að koma á bæði námskeiðin.
 • Þegar þú hefur fengið staðfestingu frá okkur að sé laust pláss þá vinsamlegast leggðu inn skráningargjald til að halda plássi. 30.000kr. Skráningargjald er óafturkræft en er hluti af námskeiðsgjaldinu.
 • Lokagreiðsla berist fyrir  1. nóvember 2021REIKN: 0137-26-46505 KT: 650106-2880
  ATH: Setja skýringu merkt: NIDRA 2020

25. – 28. nóvember 2021 – Certification 

Fyrir þá sem vilja fara dýpra og/eða einnig öðlast leiðbeinenda réttindi.  “Certification”. Hér er farið dýpra í fræðin, 4 dagar í ástundun og handleiðslu. Einungis fyrir þá sem hafa tekið þátt í fyrri lotunni, “IMMERSION”.

AÐEINS UM NÁMSEFNIÐ

Jóga Nidra
er mjög öflug, ævaforn, hugleiðslu aðferð sem á upptök sín í gömlum jóga handritum. Jóga Nidra örvar lífræðilega ferla “svefns” til að komast í upphafið, ástand meðvitundar þar sem hver og einn getur vakið sitt sanna eðli. Á hverri nóttu þegar við sofum, verðum við að gera eitt; að sleppa tökum á hugsunum okkar. Með því að fara meðvitað inn á mörk milli svefns og vöku náum við að hvílast betur. Þaðan færumst við meira inn í rýmið, eða víðáttuna handan hugans og verðum æ minna hugurinn sjálfur.

Jóga Nidra er ein öflugasta og markvissasta aðferð vakningar og heilunar, líkamlega og andlega, og til að ná tökum á svefnröskun, “burnout” einkennum, kvíða, þunglyndi og til að létta á líkamlegum kvillum. Jóga Nidra er umbreytandi í gegnum lögmál þenslu. Það er gert með því að láta huga og líkama vinna, eins og verið sé að bræða niður ísklaka. Fíngerð orka og eiginleikar vakandi vitundar gefa það af sér, að það sem virðist þanið og þykkt og erfitt að breyta í vöku ástandi er í raun sveigjanlegt (uppleysanlegt) og auðvelt að breyta í fíngerðu umfangi draumkenndrar meðvitundar, rétt eins og vatnið.

Þjálfunin er heillandi ferðalag inn í uppruna og sannan tilgang jógans en inniber um leið lykil til að létta á streitu og kvillum nútímans. Við færum þér landakort, en við færum þér líka framkvæmdina og leiðsögn til að ferðast um þitt eigið landakort. Þú munt læra hvernig þessi forna jóga aðferð gerir þér ekki aðeins kleift að komast inn í fingerðar lendur meðvitundarinnar, heldur einnig endurmóta líf þitt og heilsu umfram getu viljans.

Hvort sem þú eða ástvinur þinn eigið erfitt með svefn, fíknhegðun, streitu, ofþyngd eða áhyggjur, þá er Jóga Nidra nálgunin sú að þess konar ástand er sýnilegt birtingarform ósýnilegra orsaka. Að vinna einungis með einkennin mun gera okkur upptekin alla æfina. Að vinna með orsökina og einkennin saman mun leysa vandann úr læðingi.

DAGSKRÁ: 

 • Fimmtudagur: 10:00 -13:00 og  15:00 – 18:30
 • Föstudagur/Laugardagur: 7:30  - 8:30, 10:00 -13:00 og 15:00  - 18:30
 • Sunnudagur: 7:30 - 8:30, 9:30 - 12:30,1:30 - 15:00

Þjálfunin
Þessi umbreytandi Jóga Nidra þjálfun er hönnuð til að færa þér djúpan skilning á hinni ævafornu aðferð sem er hugsuð til að losa um bresti mannlegrar reynslu. Sett fram á skýran hátt, skref fyrir skref, munu þessi djúpu fræði leiða þig í gegnum persónulegt og “praktískt” þroskunarferli innsæis og skilnings sem aftur hjálpa þér að sjá lífið í stærra samhengi.

Tvær Jóga Nidra upplifanir á dag munu leyfa innsæi og umbreytingum í fíngerðustu svæðum meðvitundarinnar að festa rætur. Við munum gera ca 8 Jóga Nidra lotur á fjórum dögum. Vísindin sýna fram á að eftir 11 Jóga Nidra stundir eiga sér mælanlegar umbreytingar I heilanum stað.

Með Jóga Nidra aðferðinni munum við sýna fram á hvernig hægt er að losa um og umbreyta streitu mynstrum í huga, heilsu og ástandi tilfinninga, ekki þó fyrir tilstuðlan viljans, heldur frá þeim stað þar sem þessi mynstur hafa tekið á sig form í ósýnilegum rýmum undirmeðvitundarinnar.

Þegar við höfum sjálf kynnst og séð afl og áhrif aðferðarinnar, munum við fyllast áhuga og löngunar til að veita öðrum vitneskju um þessa einföldu en djúpu aðferð. Upplagt er að að deila Jóga Nidra með vinum og vandamönnum sem á þyrftu að halda en myndu aldrei stíga fæti sínum inn jógasal. Jóga Nidra þjálfunin er upplögð viðbót fyrir sálfræðinga, núvitundar-kennara, jógakennara og hvers kyns aðila í heilbrigðiskerfinu aðila sem vilja kynnast nýjum aðferðum til að þjóna viðskiptavinum sínum.

Á þessum 8 dögum geturðu öðlast:

 • Betri persónulega og andlega heilsu.
 • Innsýn inn í eina auðveldustu og um leið eina öflugustu hugleiðslu og nútvitundar aðferð sem við þekkjum.
 • Aukin skynjun og skilningur til að finna hvað Jóga Nidra gerir þegar notast er við lögmálin 5 til að trufla virkni sjúkdómaferlis, á sviði tilfinninga, huga og líkama.
 • Upplifun á styrk hinnar fornu iðkunar og viskunni sem jógarnir hafa vitað um í þúsundir ára.
 • Hæfileika til að gera öðrum kleift að þiggja áhrif Jóga Nidra, þeim sem aldrei annars myndu stíga fæti inn í jógastúdíó; foreldrum, börnum, í kirkjum, á spítölum, við svefnleysi eða hvers kyns þjáningu.

Jóga Nidra er fyrir alla, en til þess að deila því með öðrum þá byrjum við á ÞÉR.

 


    Kamini Desai, Ph.D.   

Síðustu 25 ár hefur Kamini búið til einstaka kennslu sem sameinar forna visku jóga og nútíma sálfræði.

Kamini er menntuð í Kripalu Center for Yoga and Health með gráður í mannfræði og sálfræði frá Smith College og La Salle háskóla og er dóttir eins af upphaflegu jógameisturunum sem var brautryðjandi í jóga á Vesturlöndum.

Hún er nú fræðslustjóri og aðalnámskrárhöfundur Amrit Yoga Institute; sem er framsækin kennslumiðstöð fyrir framhaldsnám í austurlandaspeki. Hún er einn af þremur stofnendum Alþjóðlega jógaháskólans og Ayurveda með Dr. Vijay K. Jain lækni og Shekhar Annambhotla.

Kamini ferðast víða um heim og miðlar svo einstalega vel af reynslu sinni og þekkingu.

Það má lesa nánar um Kamini á www.kaminidesai.com

 

JÓGA NIDRA  ADVANCED

FRAMHALDSNÁMSKEIÐ á Sólheimum  8. -11. apríl 2021

   Jógaþerapía   

Fyrir hvern er jógaþerapía?

 • Fyrir hvern þann sem vill dýpka sína persónulega tengingu til að öðlast vellíðan og heilbrigði líkamlega og andlega.
 • Fyrir jógakennara, sjúkraþjálfara, nuddara og alla þá sem starfa í geðheilbrigðis geiranum.

Eftirfarandi  munt  þú upplifa fyrir sjálfa/n þig og vera tilbúin að gefa öðrum:

 

 • Að rækta meðvitund hins flæðandi hugar
 • Hæfileikann til að tengjast líkamanum og tjáningu hins innra þels.
 • Þiggja dýpri eftirgjöf á almennt stífum svæðum
 • Læra jógstöður sem losa um spennu, færa hana upp á yfirborðið og gefa henni lausn. Stöðurnar eru bæði unnar með líkamlegum stuðningi (prop) og leiðbeiningu (facilitator)

More information in English on Kamini Desai/ See Kaminis webpage:

https://www.kaminidesai.com/yoga-therapy

Aðferðin grundvallast á þeirri kenningu að ótjáðar tilfinningar og ófullnægjandi reynsla geti tekið sér bólfestu í líkamanum sem mynstur, sem birtast í lífinu sem tillfiningalegt ónæmi, langvarandi spenna og/eða viðvarandi verkir í líkamanum. Við lærum hvernig meðferðartækni byggð á jóga getur opnað fyrir flæði (prana orku) þannig að flókin samþætting hugar og líkama geti læknað sig innan frá.

Árangurinn skilar sér í djúpstæðri losun andlegrar og tilfinningalegrar spennu, með líkamlegri opnun, og  enduruppröðun orku, sem aftur stuðlar að betri vellíðan og heilsu á líkama og sál.

Einkatímar í Jógaþerapíu / Private sessions for Yoga Therapy:

 Auður Bjarnadóttir: 846 1970

Jóga þýðir sameining. Okkar innri sköpunarkraftur sameinast alheimsorkunni og dýpkar tenginguna við óendanleika okkar og tilgang inn í daglegt líf. Þegar við vekjum upp okkar eigin orku finnum við að streitan minnkar en viljastyrkur og lífsgleði eflast.

Í jóga er best að vera berfættur, í lausum (og jafnvel ljósum fötum) og hafa ekki borðað stóra máltíð 3-4 tímum áður. Gott að hafa með sér vatnsbrúsa og drekka vel af vatni eftir tímann. Mjög gott að koma í kyrrð 10 mínútum fyrir tímann og slaka á og leyfa spennu að losna og önduninni að dýpka.

  Krakkajóga kennaranám „Childplay“   

Fyrir kennara, leikskólakennara, jógakennara og foreldra og alla sem vilja leika sér! Stórskemmtilegt námskeið sem allir hafa verið himinlifandi með og margir hafa beðið eftir því næsta.

Næsta námskeið með hinni dásamlegu Gurudass verður í Reykjavík haustið 2021.

Stefnum einnig á Akureyri haustið 2021 ef guð og gæfan lofa. Fylgist með.

 

Kennsluefni

DAGSKRÁ

Á námskeiðinu  verða  kenndar ýmsar skapandi aðferðir út frá jóga fyrir börn, unglinga og einnig þau fullorðnu sem vilja vekja leik barnsins innra með sér.  Kenndar eru uppbyggjandi aðferðir sem skapa traust, auka næmi, styrkja samskiptahæfileika og leikgleði.

Þú munt læra:

 • Fjöldan allan af skapandi leikjum, æfingum, líkamsstöðum og hugleiðslum.
 • Að hvetja og örva börnin til þátttöku, halda athygli þeirra og áhuga og hafa frábæra skemmtun af því öllu.
 • Að skapa andrúmsloft fyllt af gleði og viðurkenningu þar sem börnin uppgötva og hvíla í sínu eigin jafnvægi.
 • Þú munt læra af reyndum kennara sem veit hvað virkar og hvað ekki!

GURUDASS KAUR

Kennari og höfundur námskeiðsins er hin fjölhæfa og lífsglaða Gurudass. Hún hefur kennt jóga og unnið með börnum í meira en 30 ár, er með BA í Education frá University of Massachusettes og er einnig Montessori kennari. Hún er hæfileikarík tónlistar- og söngkona og hefur hefur gefið út fjöldamarga diska með möntrum og tónlist. Gurudass hefur verið gestakennari í Jógasetrinu frá 2010, margoft með þetta frábæra  “CHILDPLAY” námskeið en einnig Kennaranám í Kundalini jóga.

Heimasíða Gurudass: http://childplayyoga.com

Föstudagur: kl.  18.00 – 21.00
Laugardagur: kl.  09.00 –  19.00
Sunnudagur: kl.  09.00 – 19.00

Verð 49.000 kr.

Innifalið í verði:
Veglegt námshefti, 2 CD diskar og einn DVD diskur

SKRÁNING

Vinsamlegast sendiðeftirfarandi upplýsingar á Jógasetrið með tölvupósti:

 • Fullt nafn
 • Kennitala
 • Símanúmer

Þegar þú hefur fengið staðfestingu frá okkur þá vinsamlegast leggðu inn 15.000 kr. staðfestingargjald til að halda þínu plássi (óafturkræft).  Eftirstöðvar 34.000 kr. greiðast fyrir 1.apríl.

Reikn: 0137-26-46505 – KT: 650106-2880 og muna að setja í bankafærslunni staðfestingu  merkt “CHILDPLAY” 

„Child play  með Gurudass var frábært námskeið og mikil hugljómun, bæði fyrir mig sem kennara og móður og minnti mig á hvað það er mikilvægt að leika sér. Fyrir mig var þetta líka ákveðin heilun á barninu í mér.“

Bestu kveðjur, Dísa

 

„Ég ákvað að skella mér á krakkajóganámskeiðið fyrir ári síðan og sé sko ekki eftir því. Ég er leikskólakennari og yogakennari og hef haft mikinn áhuga á því að tengja þetta tvennt saman og sá þarna tækifæri til þess. Á þessu námskeiði öðlaðist ég bæði þekkingu á því hvernig hægt er að nálgast yoga með börnum og ekki síður fannst mér þetta góð reynsla fyrir mig persónulega. Ég upplifði ákveðið frelsi frá samanburði og dómum fann hvernig ég braust enn lengra úr skelinni og naut þess að vera ég. Þá fannst mér ég enn betur undir það búin að breiða þennan boðskap út til barnanna og leyfa þeim að njóta! Gurudass smitar alla með sinni tæru lífsgleði og er frábær kennari!”

Aðalheiður jensen, leikskólakennari, rope yoga kennari

„Gurudass kaur er algjör gleði- og orkubomba sem kann að láta fullorðna fólkið leika sér og gleyma líkamlegum aldri um stund. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði, þó ekki sé nema bara til að finna innri leikgleði hins innra barns.”

Jóhanna G. Jóhannesdóttir, hönnuður Kaupmannahöfn

Hatha / Vinyasa og Amrit I am yoga

  Um Hatha / Vinyasa námið   

Næsta jógakennaranám með Auði Bjarnadóttur og Kamini Desai er áætlað að byrji haustið  2021 og og standi fram til vorsins  2022. Námið er byggt á Hatha  / Vinyasa og  Amrit I am yoga.

Nánari upplýsingar verða birtar síðar.

Kennsluefni

 • Uppruni Jóga
 • Jógískur lífsstíll (mataræði og daglegt líf/lífsreglur)
 • Jógísk heimspeki 
 • Orkustöðvar ( chakras )
 • Asana ( Jógastöður )
 • Möntrur
 • Pranayama ( öndunaræfingar )
 • Bandha ( lokur)
 • Hugleiðsla
 • Jóga Nidra  ( Djúp slökun )
 • Sjálfsþekking / Sjálfsvinna
 • Sálin: Fæðing
  • Karma (lögmál orsaka og afleiðinga),
  • Dharma (æðri tilgangur/okkar æðri leið).
 • Vestræn líffærafræði og jógastöður
 • Hlutverk og ábyrgð kennarans

Matið byggist á því að uppfylla eftirfarandi:

 • Full greiðsla allra gjalda
 • Skyldumæting í allar kennslustundir auk  heimavinnu
 • Fullnægjandi útkoma í kennsluþjálfun.
Kennt verður í Reykjavík en einnig  á  Sólheimum.

Jóga nidra leiðbeinendaréttindi

  Um Hatha / Vinyasa námið   

Næsta jógakennaranám með Auði Bjarnadóttur og Kamini Desai er áætlað að byrji haustið  2021 og og standi fram til vorsins  2022. Námið er byggt á Hatha  / Vinyasa og  Amrit I am yoga.

Nánari upplýsingar verða birtar síðar.

Kennsluefni

 • Uppruni Jóga
 • Jógískur lífsstíll (mataræði og daglegt líf/lífsreglur)
 • Jógísk heimspeki 
 • Orkustöðvar ( chakras )
 • Asana ( Jógastöður )
 • Möntrur
 • Pranayama ( öndunaræfingar )
 • Bandha ( lokur)
 • Hugleiðsla
 • Jóga Nidra  ( Djúp slökun )
 • Sjálfsþekking / Sjálfsvinna
 • Sálin: Fæðing
  • Karma (lögmál orsaka og afleiðinga),
  • Dharma (æðri tilgangur/okkar æðri leið).
 • Vestræn líffærafræði og jógastöður
 • Hlutverk og ábyrgð kennarans

Matið byggist á því að uppfylla eftirfarandi:

 • Full greiðsla allra gjalda
 • Skyldumæting í allar kennslustundir auk  heimavinnu
 • Fullnægjandi útkoma í kennsluþjálfun.
Kennt verður í Reykjavík en einnig  á  Sólheimum.

Krakkajóga “child play”

  Um Hatha / Vinyasa námið   

Næsta jógakennaranám með Auði Bjarnadóttur og Kamini Desai er áætlað að byrji haustið  2021 og og standi fram til vorsins  2022. Námið er byggt á Hatha  / Vinyasa og  Amrit I am yoga.

Nánari upplýsingar verða birtar síðar.

Kennsluefni

 • Uppruni Jóga
 • Jógískur lífsstíll (mataræði og daglegt líf/lífsreglur)
 • Jógísk heimspeki 
 • Orkustöðvar ( chakras )
 • Asana ( Jógastöður )
 • Möntrur
 • Pranayama ( öndunaræfingar )
 • Bandha ( lokur)
 • Hugleiðsla
 • Jóga Nidra  ( Djúp slökun )
 • Sjálfsþekking / Sjálfsvinna
 • Sálin: Fæðing
  • Karma (lögmál orsaka og afleiðinga),
  • Dharma (æðri tilgangur/okkar æðri leið).
 • Vestræn líffærafræði og jógastöður
 • Hlutverk og ábyrgð kennarans

Matið byggist á því að uppfylla eftirfarandi:

 • Full greiðsla allra gjalda
 • Skyldumæting í allar kennslustundir auk  heimavinnu
 • Fullnægjandi útkoma í kennsluþjálfun.
Kennt verður í Reykjavík en einnig  á  Sólheimum.

Myndir úr náminu