Jógaflæði / Hatha

OPIÐ KORT – VOR 2023

Frjáls mæting í Jógaflæði, Kundalini jóga, Mjúkt jóga og Jóga Nidra.
Við skráningu verður kortið þitt virkt og þú getur byrjað strax að mæta.
Þú bókar þig í tíma áður en þú mætir. Einnig velkomið að kaupa stakan tíma.
Vinsamlega hafa með þér dýnu, púða, teppi og vatnsbrúsa.

Mánudagar (Jógaflæði og Nidra) kl. 17.15-18.30
Miðvikudagur (Jógaflæði og Nidra) kl. 17.15-18.30
Laugardagar kl. 10.00-11.15
   

 

KENNARAR

Auður, Edda, Halla og María

Hatha er ein þekktasta tegund jóga á vesturlöndunum. HA þýðir sól og THA þýðir máni. Unnið er með  að flæða mjúklega inn og úr jógastöðum (asana), öndun (pranayama) og slökun. Jafnvægi styrkist í innkirtlakerfinu, taugakerfinu, vöðvum og stoðkerfi, ónæmiskerfi og blóðrás. Grunn líkamsstöðurnar í hatha jóga eru 84 en til eru mismunandi útfærslur sem gerir Hatha jóga fjölbreytt og styrkleikastig mjög misjafnt.

Þegar við hægjum á önduninni þá róast hugurinn og við styrkjum meðvitund um augnablikið hér og nú. Í hringrás öndunar skapast eins konar hugleiðsluástand í jógastöðunum, einbeiting og jafnvægi í líkama, tilfinningum og huga. Þannig opnar jóga glufu fyrir sálartengingu þar sem við skynjum okkur tengd og í einingu við allt.

„Smile, breathe and go slowly“.  -Thich Nhat Hanh

Vinsamlega mundu að hafa með þér dýnu, púða, teppi og vatnsbrúsa.

„Það er meðfætt tilkall hverrar manneskju að vera hraust, helg og hamingjusöm“