Mömmujóga

NÁMSKEIÐ

Í Mömmujóga bjóðum við mæðrum að koma með börnin sín  tvisvar í viku frá 6-8 vikna allt upp í 11-12 mánaða. Einnig eru mæður velkomnar í aðra tíma í stundaskrá.

NÆSTA NÁMSKEIÐ:
30. ágúst – 22. október 2021 (8 vikur)

 

Mánudagar kl. 10.15 – 11.30
Miðvikudagar kl. 10.15 – 11.30

 

KENNARI
Auður Bjarnadóttir

Mömmujóga er námskeið þar sem mæður og börn stunda mjúka og styrkjandi en jafnframt skemmtilega og nærandi hreyfingu saman.  Áhersla er lögð á jóga fyrir móðurina; styrking eftir fæðinguna, teygjur og slökun, en börnin fá sannarlega sína athygli líka með því að taka þátt í æfingum móðurinnar, leikjum, tónlist og slökuninni í lokin. Mömmujóga er frábært tækifæri til að hitta aðrar mæður, deila reynslu sinni og njóta samveru í rólegu umhverfi. Vikulega er farið út að borða eftir tímana fyrir þær sem vilja.

„Það er meðfætt tilkall hverrar manneskju að vera hraust, helg og hamingjusöm“

– Yogi Bhajan.