Jóga Nidra / Yin Jóga

OPIÐ KORT 

Frjáls mæting í Jógaflæði, Kundalini jóga, Mjúkt jóga og Jóga Nidra.
Við skráningu verður kortið þitt virkt og þú getur byrjað strax að mæta.
Þú bókar þig í tíma áður en þú mætir. Einnig velkomið að kaupa stakan tíma.
Vinsamlega hafa með þér dýnu, púða, teppi og vatnsbrúsa.

Mánudagar – Jógaflæði og Nidra kl. 17.15-18.30
Þriðjudagar – Mjúkt jóga og Nidra kl. 10.00-11.15
Miðvikudagar – Jógaflæði og Nidra kl. 17.15-18.30
Fimmtudagar – Mjúkt jóga og Nidra kl. 10.00-11.15
Föstudagar – Yin og tónheilun kl. 12.00-13.00
Föstudagar – Yin, Nidra og tónheilun kl. 17.15-18.30

 

Kröftugra Jógaflæði á mánud. og á miðvikudögum en mýkra á föstudögum.

Vinsamlegast mætið tímanlega til að skapa kyrrð í stundina frá upphafi.

KENNARAR

Auður, Edda, Guðrún Guðmunds, Halla, María, Rósa, Sólveig, Vala

Nidra þýðir svefn, en ólíkt svefni er Jóga Nidra meðvituð, djúp slökun, eða liggjandi leidd hugleiðsla. Í Jóga Nidra er leitt í djúpt slökunarástand handan skilningarvitanna.  Þessi djúpa slökun hjálpar við að losa um spennu og hindranir hugans sem geta dregið úr okkur í daglegu lífi.

Streita er undirliggjandi orsakaþáttur í mörgum sjúkdómum. Hún getur birst í mismunandi myndum og er stundum svo samofin tilverunni að við tökum jafnvel ekki eftir henni fyrr en hún er farin að valda vandamálum. Jóga Nidra er ein af mörgum aðferðum til heilunar.

Leitt er inn í slökunina og smám saman er farið inn á dýpstu svið slökunar. Þar getur líkaminn heilað sig sjálfur, náð jafnvægi og losað um streitu, kvíða og órólegar hugsanir. Jóga Nidra hentar hraustu fólki við að takast á við mikið álag og getur hjálpað veiku fólki til að losna við sársauka eða sjúkdóma.

Í tímunum er farið í mjúkar jógastöður í 30 – 40 mínútur áður en farið er í djúpslökunina. Gott er að hafa með sér sinn eigin augnpúða eða klút til að leggja yfir augun.

“Lífið er ekki verkefni til að leysa heldur leyndardómur til að uppgötva”
– Amrit Desai

Vinsamlega mundu að hafa með þér dýnu, púða, teppi og vatnsbrúsa.

 


 

„Það er meðfætt tilkall hverrar manneskju að vera hraust, helg og hamingjusöm“