Velkomin í Jógasetrið   

Jógasetrið, sem er staðsett í Skipholti 50C, er vettvangur fyrir jógaiðkun fyrir alla aldurshópa. Í setrinu er lögð áhersla á vingjarnlegt andrúmsloft þar sem við leitumst við að hlúa að og næra líkama, sál og andans vellíðan. Hver og einn á sínum forsendum. Jóga er fyrir þig, þar sem þú ert stödd/staddur hverju sinni! Jóga stuðlar að jafnvægi á huga, sál og líkama, gefur betri einbeitingu, styrk og frið inn í daglega lífið. Regluleg ástund er frábær gegn kvíða og jafnvel depurð og þunglyndi.

Frábærir kennarar deila reynslu sinni og þekkingu. Sturtur á staðnum. Verið velkomin í frían prufutíma.

Auður Bjarnadóttir eigandi og forstöðumaður Jógasetursins kennir Kundalini jóga, Jóga Nidra, meðgöngujóga, mömmujóga, ásamt mörgum góðum kennurum.

Hreyfðu við orkunni og lífsorkan greiðir leiðina

Hreyfðu við orkunni og lífsorkan greiðir leiðina

   Hvað er jóga   

Jóga þýðir sameining. Okkar innri sköpunarkraftur sameinast alheimsorkunni og dýpkar tenginguna við óendanleika okkar og tilgang inn í daglegt líf. Þegar við vekjum upp okkar eigin orku finnum við að streitan minnkar en viljastyrkur og lífsgleði eflast.

Í jóga er best að vera berfættur, í lausum (og jafnvel ljósum fötum) og hafa ekki borðað stóra máltíð 3-4 tímum áður. Gott að hafa með sér vatnsbrúsa og drekka vel af vatni eftir tímann. Mjög gott að koma í kyrrð 10 mínútum fyrir tímann og slaka á og leyfa spennu að losna og önduninni að dýpka.

Gjafabréf í jóga

Hægt er að kaupa gjafabréf á öll okkar námskeið.
Sendið fyrirspurn á jogasetrid@jogasetrid.is