JÓGA
FYRIR
ALLA

Við erum andlegar verur með mannlega reynslu

Stundaskrá Jógasetursins

 

Tímar & námskeið í Jógasetrinu

OPIÐ

Kundalini jóga

Kundalini jóga er markvisst jógakerfi með eflandi jóga og öndunaræfingum, hugleiðslu, möntrum og slökun
LOKAÐ

Meðgöngujóga

í Meðgöngujóga leggjum við áherslu á öndun, teygjur, styrkjandi æfingar og slökun. Djúp öndun og slökun er ...
LOKAÐ

Mömmujóga

Mömmujóga er námskeið þar sem mæður og börn stunda mjúka og styrkjandi en jafnframt skemmtilega...
OPIÐ

Jógaflæði / Hatha

HATHA er ein þekktasta tegund jóga á vesturlöndunum. HA þýðir sól og THA þýðir máni. Unnið er með ...

Kaupa kort

Skráning á námskeið í Jógasetrinu fer fram í gegnum skráningarkerfið NORI. Þú skráir þig inn og velur námskeiðið sem þú ætlar að skrá þig á

Á döfinni

Yoga Therapy með Kamini Desai

This training is the culmination of all the methods Kamini teaches – combining healing principles and techniques into one universally accessible powerful practice. You will be amazed by the profound nature of this work and it’s amazing capacity to free the healing intelligence of the body.

60 PLÚS – nýtt 8 vikna námskeið hefst 17. október

Fjölbreyttir og yndislegir tímar í góðum félagsskap. Styrkjandi og upplyftandi fyrir sál og líkama!

Krakkajóga – Ný námskeið hefjast 24. september

Á sunnudögum frá 24. september – 12. nóvember 2023 (8 vikur).
Fyrir 4 – 7 ára með foreldrum. Krakkajóga fyrir 8 – 11 ára fellur niður vegna lítillar þátttöku.

Grunnnámskeið í jóga með Rósu – fellur niður

12. september – 17. október ( 6 vikur ) Kennt er á þriðjudögum kl. 18.45 – 20.00
Farið er í undirstöðuatriði í jóga. Kenndar eru jógastöður, öndunaræfingar, hugleiðsla og Jóga nidra (djúpslökun). Einnig lausnir og æfingar gegn streitu og hvernig má finna jafnvægi í daglegur lífi.

Mömmujóga – Fullbókað á námskeiðið 21. ágúst

Næsta námskeið hefst 16. oktober 2023
Mánudaga og miðvikudaga kl. 10.15 – 11.30.

Jóganám september 2023 Kynningarfundur þriðjudaginn 6. júní

September 2023 – apríl 2024Kynningarfundur þriðjud. 6. júní kl. 20.00 - 21.00AÐ KOMA HEIM TIL ÞÍN“ Jóganám með Auði Bjarnadóttur og fleiri góðum kennurum hefst í september 2023 og og stendur fram til vorsins 2024.  Námið er byggt á Hatha / Vinyasa / Kundalini og Amrit...

Vorönn 2022 – Opið kort

Vorönn hefst 2. janúar – 31 maí, 49.000 kr. Fjölbreyttir tímar í boði. Frjáls mæting í Jógaflæði, Kundalini jóga, Mjúkt jóga og Jóga Nidra. Verið hjartanlega velkomin.

Qigong örnámseið í Jógasetrinu

Qigong námskeið helgina 2. – 4. júlí með Alicia Fox.

Jóganám 2021

Næsta jógakennaranám með Auði Bjarnadóttur og fleiri góðum kennurum hefst 17. september 2021 og stendur fram til vorsins 2022. Námið er byggt á Hatha / Vinyasa og Amrit I Am Yoga. Fullbókað er í námið og biðlisti.

Tónheilun á vorjafndægrum

Við bjóðum þér að koma og fagna vorjafndægrum með okkur í tónheilunarathöfn með kristalskálum.

Vorjafndægur er þegar dagur og nótt eru jafnlöng og upp frá þeim degi verða dagarnir sífellt lengri. Þessi dagur er boðberi vorsins með meiri birtu og nýjar byrjanir og er því tilvalinn til þess sá nýjum fræjum með fallegum ásetningi.

Jógaflæði / Hatha

„Mig langar til að deila með ykkur að ég var að koma úr yyyyndislegum tíma. Ótrúlega meðvitað jóga þar sem öndunin leiðir æfinguna. Fyrir mér gerir þessi vinyasa viðbót Jógasetrið að hinu fullkomna „one stop shop“ fyrir jóga með kundalini, vinyasa og nidra í hæsta gæðaflokki. Hvílík blessun! Takk Auður Bjarnadóttir!
P.s. þetta er ekki kostuð færsla, ég er bara svona hrikalega ánægð. Hvet ykkur til að prófa”.

– HA

Kundalini jóga

„Ég fór í fyrsta Kundalini jógatímann minn 2018 og  varð strax mjög hrifin. Það sem heillaði mig mest voru möntrurnar og þær gera það enn, enda þýðir mantra hugarfrelsi, sem er dásamlegt. Ég fann fljótt mun á mér,  meltingin varð virkari,  meira andlegt jafnvægi,  varð rólegri og liðugri. Eitt sem kom skemmtilega á óvart var að vöðvabólgan í öxlunum hvarf“. 

Hólmfríður Lillý

 

60 plús

„Þetta námskeið fyrir 60 + er yndislegt, mér líður alltaf frábærlega vel eftir tímana,  ég sef mikið betur og líður á allan hátt mikið betur eftir að ég byrjaði í þessum jógatímum“.

– Helga

Kundalini jóga

„Með daglegri ástundun Kundalini Yoga á morgnana, fæ ég þá líkamlegu orku og skýrleika í huga sem gerir mér kleift að taka á móti og sinna verkefnum dagsing og afkasta mun meir en áður og af meiri yfirvegun.  Einn til einn og hálfur tími á morgnana skilar sér margfalt til baka yfir daginn. Kundalini Yoga er eins og túrbó hleðsla – þvílíkur orku- og gleðigjafi”. 

Hálfdan

 

Persónulegt og hlýlegt

„Ég hef verið í jóga áður, nokkrum sinnum, en aldrei haft eins gaman og mikið gagn eins og af þessu námskeiði. Öll umgjörð persónuleg og hlýleg, bæði kennslan og öll samskipti við starfsfólk. Það hentar mér fullkomlega“. 

– Bkv. Sigrún Björnsdóttir

60 plús

„Bestu þakkir Auđur fyrir 60+ timana ì vetur. Jògatìmarnir hőfđu mjőg gòđ áhrif, bæđi hvađ varđar betra lìkamlegt formi og andlega lìđan“.

– Kristìn Sveinsdòttir 

Mömmujóga

„Mömmujóga rokkar! Mér finnst mömmujóga frábært! Þar fæ ég líkamlegt aðhald eftir meðgöngu og barnið mitt er þáttakandi. Það getur verið auðvelt að týna sjálfri sér í nýja barninu sínu og mér finnst mömmujóga styrkja mig á líkama og sál um leið og það styrkir tengingu mína við barnið mitt.”

– Kristrún

Kundalini jóga

„Kundalini jógatíminn gerir mest fyrir mig því hann sameinar allt það besta, teygjur, styrkir hrygg og kjarnavöðva, hugeiðsla og slökun. Þetta hittir í mark hjá mér, eins og þú sagðir, að mæla aldur í liðleika hryggjarins, það sem þú sagðir um kamelljónið og að finna hið sanna sjálf. Ég er að ganga í gegnum erfiðleika og þessir jógatímar sem ég hef mætt í, hjá Jógasetrinu, hafa svo sannarlega gert meira fyrir mig en nokkur líkama og sálarrækt sem ég hef farið í“.

– GB

“Líkaminn er hof, hugsaðu vel um hann Hugurinn er orka, stilltu hana
Sálin er útgeislun, stattu á bak við hana”