Krakkajóga kennaranám í Jógasetrinu

Gefðu barninu þínu gjöf að anda, slaka, leika, finna, njóta og vera.

  Krakkajóga kennaranám „Childplay“   

Fyrir kennara, leikskólakennara, jógakennara og foreldra og alla sem vilja leika sér! Stórskemmtilegt námskeið sem allir hafa verið himinlifandi með og margir hafa beðið eftir því næsta.

 

Næsta námskeið með hinni dásamlegu Gurudass verður í Reykjavík 29. – 31. október 2021.

Stefnum einnig á Akureyri haustið 2021 ef guð og gæfan lofa. Fylgist með.

 

Kennsluefni

DAGSKRÁ

Á námskeiðinu  verða  kenndar ýmsar skapandi aðferðir út frá jóga fyrir börn, unglinga og einnig þau fullorðnu sem vilja vekja leik barnsins innra með sér.  Kenndar eru uppbyggjandi aðferðir sem skapa traust, auka næmi, styrkja samskiptahæfileika og leikgleði.

Þú munt læra:

  • Fjöldan allan af skapandi leikjum, æfingum, líkamsstöðum og hugleiðslum.
  • Að hvetja og örva börnin til þátttöku, halda athygli þeirra og áhuga og hafa frábæra skemmtun af því öllu.
  • Að skapa andrúmsloft fyllt af gleði og viðurkenningu þar sem börnin uppgötva og hvíla í sínu eigin jafnvægi.
  • Þú munt læra af reyndum kennara sem veit hvað virkar og hvað ekki!

GURUDASS KAUR

Kennari og höfundur námskeiðsins er hin fjölhæfa og lífsglaða Gurudass. Hún hefur kennt jóga og unnið með börnum í meira en 30 ár, er með BA í Education frá University of Massachusettes og er einnig Montessori kennari. Hún er hæfileikarík tónlistar- og söngkona og hefur hefur gefið út fjöldamarga diska með möntrum og tónlist. Gurudass hefur verið gestakennari í Jógasetrinu frá 2010, margoft með þetta frábæra  “CHILDPLAY” námskeið en einnig Kennaranám í Kundalini jóga.

Heimasíða Gurudass: http://childplayyoga.com

Föstudagur: kl.  18.00 – 21.00
Laugardagur: kl.  09.00 –  19.00
Sunnudagur: kl.  09.00 – 19.00

Verð 49.000 kr.

Innifalið í verði:
Veglegt námshefti, 2 CD diskar og einn DVD diskur

SKRÁNING

Vinsamlegast sendiðeftirfarandi upplýsingar á Jógasetrið með tölvupósti:

  • Fullt nafn
  • Kennitala
  • Símanúmer

Þegar þú hefur fengið staðfestingu frá okkur þá vinsamlegast leggðu inn 15.000 kr. staðfestingargjald til að halda þínu plássi (óafturkræft).  Eftirstöðvar 34.000 kr. greiðast fyrir 1. okt.

Reikn: 0137-26-46505 – KT: 650106-2880 og muna að setja í bankafærslunni staðfestingu  merkt “CHILDPLAY” 

„Child play  með Gurudass var frábært námskeið og mikil hugljómun, bæði fyrir mig sem kennara og móður og minnti mig á hvað það er mikilvægt að leika sér. Fyrir mig var þetta líka ákveðin heilun á barninu í mér.“

Bestu kveðjur, Dísa

 

„Ég ákvað að skella mér á krakkajóganámskeiðið fyrir ári síðan og sé sko ekki eftir því. Ég er leikskólakennari og yogakennari og hef haft mikinn áhuga á því að tengja þetta tvennt saman og sá þarna tækifæri til þess. Á þessu námskeiði öðlaðist ég bæði þekkingu á því hvernig hægt er að nálgast yoga með börnum og ekki síður fannst mér þetta góð reynsla fyrir mig persónulega. Ég upplifði ákveðið frelsi frá samanburði og dómum fann hvernig ég braust enn lengra úr skelinni og naut þess að vera ég. Þá fannst mér ég enn betur undir það búin að breiða þennan boðskap út til barnanna og leyfa þeim að njóta! Gurudass smitar alla með sinni tæru lífsgleði og er frábær kennari!”

Aðalheiður jensen, leikskólakennari, rope yoga kennari

„Gurudass kaur er algjör gleði- og orkubomba sem kann að láta fullorðna fólkið leika sér og gleyma líkamlegum aldri um stund. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði, þó ekki sé nema bara til að finna innri leikgleði hins innra barns.”

Jóhanna G. Jóhannesdóttir, hönnuður Kaupmannahöfn