Krakkajóga kennaranám í Jógasetrinu
Gefðu barninu þínu gjöf að anda, slaka, leika, finna, njóta og vera.

Krakkajóga kennaranám „Childplay“ 
Fyrir kennara, leikskólakennara, jógakennara og foreldra og alla sem vilja leika sér! Stórskemmtilegt námskeið sem allir hafa verið himinlifandi með og margir hafa beðið eftir því næsta.
Næsta námskeið með hinni dásamlegu Gurudass verður í Reykjavík 1. – 3. mars 2024.
Verð 55.000 kr.
Innifalið í verði: Veglegt námshefti, linkur með tónlist og myndbandsefni
SKRÁNING / KAUPA AÐGANG:
https://www.sportabler.com/shop/jogasetrid
KOMA MEÐ: Vinsamlegast komið með stílabók, skriffæri, jógadýnu, teppi, vatnsflösku og nóg af nesti. Þetta eru langir dagar.
Vinsamlegast mætið tímanlega, ca 17.45. Byrjum stundvíslega kl. 18.00
Kennsluefni
DAGSKRÁ
Á námskeiðinu verða kenndar ýmsar skapandi aðferðir út frá jóga fyrir börn, unglinga og einnig þau fullorðnu sem vilja vekja leik barnsins innra með sér. Kenndar eru uppbyggjandi aðferðir sem skapa traust, auka næmi, styrkja samskiptahæfileika og leikgleði.
Þú munt læra:
- Fjöldan allan af skapandi leikjum, æfingum, líkamsstöðum og hugleiðslum.
- Að hvetja og örva börnin til þátttöku, halda athygli þeirra og áhuga og hafa frábæra skemmtun af því öllu.
- Að skapa andrúmsloft fyllt af gleði og viðurkenningu þar sem börnin uppgötva og hvíla í sínu eigin jafnvægi.
- Þú munt læra af reyndum kennara sem veit hvað virkar og hvað ekki!
GURUDASS KAUR
Kennari og höfundur námskeiðsins er hin fjölhæfa og lífsglaða Gurudass. Hún hefur kennt jóga og unnið með börnum í meira en 30 ár, er með BA í Education frá University of Massachusettes og er einnig Montessori kennari. Hún er hæfileikarík tónlistar- og söngkona og hefur hefur gefið út fjöldamarga diska með möntrum og tónlist. Gurudass hefur verið gestakennari í Jógasetrinu frá 2010, margoft með þetta frábæra “CHILDPLAY” námskeið en einnig Kennaranám í Kundalini jóga.
Heimasíða Gurudass: http://childplayyoga.com
Föstudagur: kl. 18.00 – 21.00
Laugardagur: kl. 09.00 – 19.00
Sunnudagur: kl. 09.00 – 18.00
Verð 55.000 kr.
Innifalið í verði:
Veglegt námshefti, linkur með tónlist og myndbandsefni
SKRÁNING
Vinsamlegast sendiðeftirfarandi upplýsingar á Jógasetrið með tölvupósti:
- Fullt nafn
- Kennitala
- Símanúmer
Námskeiðsgjald 55.000 kr. greiðist fyrir 1. febrúar til að halda plássinu.
Reikn: 0137-26-46505 – KT: 650106-2880 og muna að setja í bankafærslunni staðfestingu merkt “CHILDPLAY24”
