Kundalini jóga

OPIÐ KORT

Frjáls mæting í Jógaflæði, Kundalini jóga, Mjúkt jóga og Jóga Nidra fyrir þá sem eru með opið kort

 

 

KENNARAR

Auður Bjarna, Estrid, Kristín Rósa, María Margeirs, Rósa Matt.

 

 

Kundalini jóga / Lífsorku jóga er markvisst jógakerfi með eflandi jóga og öndunaræfingum, hugleiðslu, möntrum og slökun. Unnið er að því að því að lyfta orkunni upp, bæta jafnvægi orkustöðva og víkka vitund okkar. 

Með því að ástunda kundalini jóga styrkjum við taugakerfið, innkirtlakerfið og ónæmiskerfið og komum jafnvægi á líkama, huga og sál. Jóga þýðir sameining. Þegar við vekjum upp okkar eigin orku finnum við að streitan minnkar en viljastyrkur og lífsgleði eflast. 

Kundalini jóga samanstendur af æfingum eða stöðum (asana), með ákveðinni öndun (pranayama), handa- og fingrastöðum (mudra), líkamslokum (bandha), tónun (mantra) og íhugun (meditation), saman eða í ákveðinni röð til að skapa ákveðin áhrif. Þessi vísindi hafa verið kennd í klaustrum á Indlandi og í Tíbet í þúsundir ára.

Kundalini jóga hentar bæði byrjendum og jógaiðkendum sem hafa reynslu af öðrum tegundum jóga.

„Það er meðfætt tilkall hverrar manneskju að vera hraust, helg og hamingjusöm“

– Yogi Bhajan.