Lærðu að losa um bandvefinn – UPPBÓKAÐ

Þriðjudaga kl 18:45 – 20:00. 31. október – 28. nóvember

Vertu velkomin á 5 vikna námskeið í bandvefslosun, mjúkri hreyfingu, öndun og slökun. Námskeiðið er endurnærandi þar sem öll nálgun snýr að því að styrkja róandi hluta taugakerfisins og upplifa minni innri spennu í líkamanum. Á námskeiðinu lærum við að losa um spennu í vefjum líkamans með mjúkum hreyfingum, sjálfsnuddi með boltum, teygjum og öndun. Við fræðumst um áhrif bandvefslosunar á líkaman og hvernig það getur hjálpað okkur að létta á spennunni sem stundum losnar ekki sama hve mikið við teygjum á vöðvunum.

Leiðbeinandi er Arna Rín. Hún er menntaður jóga og pílates kennari, slökunarleiðbeinandi, leiðbeinandi í bandvefslosun, heilsumarkþjálfi og hreyfikennari fyrir barnshafandi og mæður.

Iðkandi hefur aðgang að öllum opnum tíma Jógasetursins á meðan námskeiði stendur.
Staðsetning: Jógasetrið, Skipholti 50c
Hvenær: Þriðjudaga 18.45-20.00 31. okt – 28. nóv Verð: 27.000.-

Eigin nuddboltar eru innifaldir í verði að andvirði 12.750 kr.-
Skráning: https://www.sportabler.com/shop/jogasetrid/1

Iðkendur hafi samband við afgreiðslu
20% afsláttur fyrir núverandi korthafa hjá Jógasetrinu. Skráning iðkenda: jogasetrid@jogasetrid.is

 

„Það er meðfætt tilkall hverrar manneskju að vera hraust, helg og hamingjusöm“

 

– Yogi Bhajan.