Meðmæli með kennaranáminu
Jógakennaranámið „Að koma heim til þín“ hefur verið ótrúlega víðfemt, fjölbreytt og skemmtilegt nám en á sama tíma svo hnitmiðað og markvisst. Hef lært margt nýtt og líka dýpkað og styrkt það sem ég hef áður lært. Það er eins og að hafa stækkað svolítið innra og eignast dýrmætan fjársjóð.
María Margeirsdóttir hönnuður og jógakennari
Ég hef verið svo lánsöm að kenna í Jógakennaranáminu frá 2015.
Alltaf hefur yndislegur hópur mætt mér, með frábærum spurningum og góðum umræðum. Að lokum sló ég til og bætist í nemendahópinn sl vetur, sem reyndist mjög gjöful ákvörðun.
Námið í vetur “að koma heim”, hefur fært mér nýja þekkingu, aðra sýn og djúpa vináttu. Vegferð sem fór fram úr mínum væntingum og fyllir hjarta mitt þakklæti ❤
Kristín Sigurðardóttir, læknir
Fyrir mér var námið vel uppbyggt þar sem jógafræðunum var miðlað frá mörgum hliðum af frábærum kennurum. En ekki hvað síst er námið mannbætandi og heilandi ferðalag.
Guðrún Gísladóttir kennari
: Að fara í jógakennaranámið, Að koma heim til þín, hjá Auði og Jógasetrinu er ein sú stærsta og besta gjöf sem ég hef gefið mér. Námið er ótrúlega fjölbreytt og gefandi, þar sem farið er í ferðalag um alla undraheima jóga. Kennararnir eru framúrskarandi og það var virkilega gaman og fróðlegt að fá innsýn í þeirra mögnuðu þekkingu. Auður heldur svo utan um allt námið með öllum sínum kærleika og gleði ásamt því að miðla allri sinni visku á svo einstakan hátt. Hvort sem þig langar til að verða jógakennari eða dýpka skilning og iðkun þína á jóga þá mæli ég með þessu námi af öllu hjarta.
Dísa Hreiðarsdóttir tónlistarkennari
Ég fór í jóganámið í Jógasetrinu til þess að byggja mig upp eftir langvinn covid veikindi og til að dýpka mína eigin jógaástundun. Ég hef fengið svo mikið út úr náminu sem hefur verið alveg svakalega fjölbreytt. Búin að læra auðvitað heilmikið í jógafræðunum og það sem hefur haft hvað mest áhrif á mig er hversu mikið námið hefur gert fyrir andlegu heilsuna, og þá sérstaklega með tilliti til streitu og kvíða. Ég er fljót að grípa í mína innri jógavisku þegar þörf er á og ég tel að þessi stöðuga kennsla í allan vetur hafi gert það frekar auðvelt. Svo má ekki gleyma að nefna dásamlegu samnemendur mína sem hefur verið dásamlegt að fá að kynnast 🙂 Ég get svo sannarlega mælt með náminu fyrir hvern sem er, því jóga á erindi við alla og það geta allir gert jóga.
Jóhanna Svala Rafnsdóttir hönnuður
Jógakennaranámið leiðin heim hjá Jógasetrinu er eitt af því besta sem ég hef ratað í eða kannski meira leidd að.
Námið er mjög fjölbreytt og faglegt . Þar sem jóga er ekki pakkað í einn kassa og ein tegund tekin fram yfir aðra heldur jóga tekið fyrir sem heild og nemendur fá að finna sína leið hvort það sem er Hatha,Kundalini,Nidra eða eitthvað annað. Og svo sannarlega hefur þetta nám fært mig meira heim til mín í frelsi og mýkt sem mér finnst Auður hafa svo mikið að gefa í jógakennslunni sinni. Ég er svo mikið þakklát fyrir að hafa valið þetta nám hjá Auði í Jógasetrinu ☺
Diljá
Ég mæli eindregið með jóganáminu “heim til þín” hjá Auði í Jógasetrinu. Námið er bæði fjölbreytt, með frábærum kennurum og vel haldið utan um hópinn. Auður með sína kærleiksríku nærveru er snillingur að sjá styrkleika nemanda og svo eru alltaf regluleg skemmtilega óvæntar uppákomur😊.
Kærleikskveðja Inga
Þetta nám hefur verið ótrúlega skemmtilegt og fróðlegt. Kennararnir allir mjög góðir og eiga það sameiginlegt að gera námsefnið aðgengilegt og lifandi í senn. Við vorum svo heppnar að hafa tónlistarmennina Bjarteyju og Dísu sem gerðu möntrurnar svo fallegar og bjuggu til heilmikið af yndislegum stundum fyrir okkur. Auður Bjarnadóttir er sjálf ekki bara góður kennari heldur er hún hér búin að setja saman mjög góða dagskrá sem er bæði áhugaverð og fjölbreytt. Hún lagði sig líka fram um að láta allt ganga upp í erfiðum ytri aðstæðum. Ég kem til með að taka þetta nám með mér útí lífið og er alveg viss um að ég kem til með að lifa lífinu meira lifandi og meðvitaðri en ella.
Anna Rún
Áður en námið hófst fann ég fyrir litlum loga innan í mér sem þráði það að stækka. Námið hefur lyft mér á betri stað en ég var á þegar að námið hófst. Ég finn að loginn hefur stækkað og er orðinn að báli. Ég hef breyst. Ég hef fengið nasaþefinn af því hvernig það er að beina athygli sinni að núinu og að vera í núvitund af og til yfir daginn. Það hefur gert mig að lífsglaðari manneskju. Ég er hins vegar fyrst og fremst alveg rosalega þakklát fyrir að hafa farið í námið, fyrir yndislegan hóp af fólki sem ég hef kynnst og þá sérstaklega yndislega vinkonu sem ég tengist sterkum böndum, Söndru mína. Það er ómetanlegt að eignast slíka vináttu. Ég er meira til staðar en áður og horfi björtum augum til komandi tíma, en ætla samt sem áður að lifa fyrir líðandi stund og njóta. Jóga hefur gert mig að betri manneskju, þolinmóðari, blíðari og glaðari. Ég elska jóga, jóga er lífið.
Ragna Ingólfsdóttir
Algjörlega frábært nám, nærandi og fræðandi ferðalag. Takk fyrir mig.
Helma sálfræðingur
Námið var mín sorgarúrvinnsla eftir andlát eiginmanns míns og fyrir það er ég ævinlega þakklát.
Í raun má lýsa þessu ferðalagi á þann hátt að þetta er eins og lagkaka, þú byrjar og hver helgi og hver lesning og hver hugleiðsla býr til næsta lag á kökuna. Hvert lag sem verður til er vegvísirinn heim í hjartað og lokahelgin var lagið sem opnaði hjartað til fulls og gerði heilunarferlið fullkomið. Þar upphófst líka ný vegferð, vegferð mildis í eigin garð og vernd hjartans.
Hjartað grét og fann til en hjartað fann ást í eigin garð og fann styrkinn sinn til þess að njóta hverrar stundar sem eftir er af þessu lífi og ekki leyfa neinu eða neinum að særa hjartað. Ég er komin heim í hjartað og það sem meira er að ég hef lært að hlusta á það og fylgja þeirri rödd.
Svo mikið hafa 8 mánuðir af jóganámi gefið mér og því er ekki aftur snúið því hvað gefa 8 mánuðir til viðbótar? Eða næstu 30 ár elsku nemadi góður ég segi við þig gefðu þér gjöfina að ástunda og þú munt uppskera ríkulega.
Kveðja Kristín Snorradóttir, forstjóri Fagvitund ehf
Námið hefur hjálpað mér mikið að ná betra jafnvægi, róa hugann og öðlast betri vitund um eigin líkama og sál. Að læra að anda rétt er eitt það mikilvægasta sem ég hef lært í náminu. Það eru frábærir kennarar sem miðluðu jógafræðunum mjög vel hver á sinn hátt. Ég mæli 100% með þessu námi hvort sem það er fyrir þig til að verða betri útgáfa af sjálfri/sjálfum þér eða til að verða jógakennari og miðla áfram jógafræðunum til sem flestra.
Jóhanna Pálsdóttir
Þetta er búið að vera stórbrotið ferðalag og jóga fjölskyldan sem ég hef eignast í gegnum námið er ómetanleg.
Þegar ég kom heim 18. september í fyrra skrifaði ég í bókina mína: Ofsalega held ég að þetta sé góður hópur!
Mér þykir voða vænt um þessa upphafssetningu sem er í jóga – glósu – þakklætis bókinni minni 🙂 🙂
Jógakveðja, Guðrún Sv.