
“Að lifa í gnægð” – Kvennavika með Auði á Ítalíu
28. maí – 3. júní 2023.
Jóga, möntrur, jóga nidra, dans, útivist og kvennastyrking!
Lifandi möntrur með Carmen
Gönguferðir í náttúrunni, heimsókn á Monte Sacro, ítalskur morgunverður á kaffihúsi og rölt um litríka markaði.
Centro BeYou er í miðjum, blíðum hæðum Monferrato World Heritage vínekra í Piemonte á Ítalíu. (ca 2 tíma keyrsla frá Milanó)
Við opnum fyrir lífinu, að lifa í gnægð, finnum aðgang að gleðinni og sköpunarkraftinum í dásamlegri náttúru og kvennasamfélagi.
Möntrustund, satsang og í boði námskeið með möguleika að læra á ukulele.
Auður rekur Jogasetrid í Reykjavík, síðan 2002. Hún kennir jóga í flæði og sköpun, aðlagað að hverjum og einum.
Hún er einnig með jógakennaranám, auk fjölbreyttra námskeiða og viðburða.
Auður er jógaþerapisti og einbeitir sér í öllu starfi sínu að töfrum þess að koma heim inn í líkamann, heim til okkar sjálfra
Auður er jógaþerapisti og einbeitir sér í öllu starfi sínu að töfrum þess að koma heim inn í líkamann, heim til okkar sjálfra
Carmen er Bhakti Yoga kennari og möntrusöngkona. Hún mun leiða möntrustundir og stundum spila og syngja “live” í jógatimunum.
Hægt er að finna mikið úrval af möntrum bæði á soundcloud og Youtube til að hlusta á og þróa tilfinningu fyrir því sem bíður þín.
