
Endurnærandi jóganámskeið fyrir mæður langveikra og/eða barna með langvarandi stuðningsþarfir
Kennt verður á þriðjudögum frá kl 20:15 til 21.30
Námskeiðið hefst þriðjudaginn 17.október og lýkur 07. nóvember.
Markmiðið með námskeiðinu er að veita mæðrum sem eru að upplifa streitu verkfæri og tækifæri til að finna innri frið og slökun í lífi sínu dag frá degi og að takast á við streitu á endurnærandi hátt.
Námskeiðið verður byggt upp með spennulosandi jógastöðum, öndunaræfingum, jóga nidra og tónheilun.
Allt eru þetta aðferðir sem hafa góð áhrif á streitu og virka vel saman.
Jóga Nidra er form af hugleiðslu þar sem iðkandinn liggur og lætur fara vel um sig og er leiddur inn í djúpa slökun. Þessi tegund af hugleiðslu getur hjálpað til við að losa um streitu, bæta svefn, ná tökum á kvíða, þunglyndi og ýmsum einkennum kulnunar meðal annars.
Kennari er Katrín Eyjólfsdóttir
Verð: 14.000 kr
