Finndu þig í föðurhlutverkinu

Sunnudagur 13. mars kl 20:00 – 21:30

Fræðslukvöld og yoga nidra fyrir verðandi feður.
 

Hagsmunafélagið Fyrstu fimm og Jógasetrið standa fyrir fræðandi kvöldstund sem endar á yoga nidra hugleiðslu.

Markmiðið er að gefa verðandi feðrum og nýbökuðum feðrum (barna innan við 6 mánaða) tæki og tól til að takast á við hið mikilvæga föðurhlutverk.
Í lok fræðslukvöldsins verður Yoga Nidra hugleiðsla til að þjálfa þátttakendur í aðferðum sem draga úr streitu og hreinsa hugann.

Umsjónarmenn kvöldsins:
Ólafur Grétar Gunnarsson, faðir og afi, fjölskyldu-og hjónaráðgjafi og einn af stofnendum Fyrstu fimm. Heldur úti Meðgöngufræðsla Ólafs Grétars Facebook og Instagramsíðunni.
Árni Kristjánsson, pabbi Ylfings og Vordísar, yoga nidra kennari og verkefnastjóri, varaformaður Fyrstu fimm.

 
Þátttökugjald:
SNEMMSKRÁNING 5000 kr
Skráning eftir 11. mars 7500 kr.
Aðeins eru 16 sæti í boði til að hver þátttakandi fái sem mest út úr kvöldinu. ❤

Skráning fer fram hér: jogasetrid@jogasetrid.is

 
NB! Vinsamlegast komið með eigin dýnu teppi og púða. Og mætið tímanlega og meldið ykkur á deski. Takk.