Frelsi til að vera ég – námskeið fyrir börn og unglinga

á miðvikudögum í ágúst 

Tveir aldurshópar:
a) Fyrir börn sem eru að byrja í 4.-7. bekk
Miðvikudagana 9., 16. og 23. ágúst 2023 kl. 14:30-15:30
b) Fyrir börn sem eru að byrja í 8.-10. bekk
Miðvikudagana 9., 16. og 23. ágúst 2023 kl. 15:40-16:40
Kennari: Stefanía Ólafsdóttir, höfundur Heillastjörnuvefsins
Staðsetning: Jógasetrið, Skipholti 50c
Verð (fyrir 3 x 60 mín.): 17.900kr, innifalið í verðinu er lífstíðaraðgangur að Heillastjörnuvefnum að andvirði 11.900kr
Hámarksfjöldi þátttakenda er 10.
 

Á námskeiðinu verður unnið að því að efla sjálfstraust, sjálfskærleik, slökun og innra jafnvægi í gegnum hugleiðslu og ýmis konar æfingar og umræður. Námskeiðið getur hentað öllum börnum en ekki síst þeim sem glíma við lágt sjálfsmat, kvíða eða innra óöryggi. Lögð verður mikil áhersla á að skapa hlýlegt andrúmsloft þar sem traust og virðing eru í fyrirrúmi. 

 

Umsögn móður þátttakanda af fyrra námskeiði:
„Barnið mitt (12 ára) var mjög ánægt með námskeiðið. Fór alltaf glatt og spennt í tíma. Við gerðum heimavinnuna, æfðum æfingar sem við fengum. Barnið nýtti sér tæknina sem var kennd í daglegu lífi. Einn kostur er að þetta var stutt námskeið (3 skipti) sem gerir það gerlegt að taka þátt í daglegu amstri. Annar kostur er að foreldrum var boðið inn í lok tímans þar sem farið var yfir helstu atriði tímans sem gerir mér kleift að styðja barnið í þessari vinnu. Myndi hiklaust senda barnið mitt aftur á svona námskeið.“

„Það er meðfætt tilkall hverrar manneskju að vera hraust, helg og hamingjusöm“

 

– Yogi Bhajan.