Gong slökun á fullu tungli með Benna og Guðrúnu

Laugardaginn 30. september kl. 17:00 – 18:15

Benedikt Freyr Jónsson er tónlistarmaður, Kundalini og Yoga Nidra kennari. Hann hefur komið víða við í tónlistinni en líka kennt í Jógasetrinu í gegnum tíðina.
Guðrún Theodóra er jógakennari og ayurvedískur ráðgjafi, hún kennir kundalini jóga, jóga nidra og meðgöngu- og mömmujóga.
Hún lærði að spila á gong hjá Arnbjörgu Kristínu í Yoga Shala.
Guðrún hefur iðkað hugleiðslu í langan tíma og nýtir þá reynslu þegar hún spilar á gongið til að viðhalda hlutleysi og leyfa heilun hvers og eins að njóta sín sem best.

Gong hugleiðsla er tónheilun. Það er kraftmikið lækningartæki fyrir taugakerfið, líkama og sál. Gongið hjálpar okkur að hreinsa undirmeðvitundina og losa um stanslausar hugsanir.

Mjúk upphitun, gott að koma í mjúkum fötum.

NB! Vinsamlegast mætið tímanlega og meldið ykkur á deski. Takk
Ekki mælt með fyrir barnshafandi konur.

Iðkendur Jógasetursins – bóka í tíma eins og vanalega (innifalið í korti)

Almennt verð 3.500 kr. –  kaupa aðgang hér fyrir neðan

„Það er meðfætt tilkall hverrar manneskju að vera hraust, helg og hamingjusöm“

 

– Yogi Bhajan.