GONG slökun á fullu tungli

Sunnudaginn 9. október kl 18:00-19:00

Gong hugleiðsla er tónheilun. Það er kraftmikið lækningartæki fyrir taugakerfið, líkama og sál. Gongið hjálpar okkur að hreinsa undirmeðvitundina og losa um stanslausar hugsanir.
Hljóðin sem gongið framkallar eru hljóð sköpunar, taka þig ýmist upp í himinhvolfið eða djúpt inn í nærandi slökun. Gong slökun er mögnuð leið að “sleppa takinu” og falla frjálst í djúpa innri kyrrð.
Í slökuninni lætur þú fara vel um þig og mögulega munu tónar gongsins opna nýja vídd innra með þér. Og jafnvel aðgang að stað sem er dýpra innra með þér en hugurinn og mannleg heyrn geta náð.
 
Almennt verð 3.000 kr
Frítt fyrir iðkendur Jógasetursins, skráning: jogasetrid@jogasetrid.is
 
Ekki mælt með fyrir barnshafandi konur.
NB! Vinsamlegast komið með eigin dýnu teppi og púða. Og mætið tímanlega og meldið ykkur á deski. Takk