Jóga, slökun og sæla – með Auði Bjarnadóttur á Krít

13. júní í 10 nætur

Það verður sífellt vinsælla að iðka hina ævafornu hefð jóga og því ætla Heimsferðir að bjóða upp á 10 nátta jógaferð til hinnar grísku eyju Krítar með Auði Bjarnadóttur sem rekur Jógasetrið hér á landi. Eyjan er afar heillandi staður fyrir slíka ferð, enda er hún þekkt fyrir náttúrfegurð og kyrrð. Því gefst okkur tækifæri á að rækta líkama og sál í sólríku veðri og fallegu umhverfi. Í ferðinni verða í boði mismunandi jógatímar með Auði og lögð er áhersla á getu hvers og eins og eru byrjendur jafnt sem lengra komnir því að sjálfsögðu velkomnir! Jafnframt verður í boði jóga nidra (liggjandi leidd hugleiðsla) sem losar um streitu og spennu; þegar slaknar á spennunni fáum við innri kyrrð, betra jafnvægi, aukna orku, heilbrigði og vellíðan.

Nánar um ferðina hér: https://bit.ly/3tIkmlb

 

„Það er meðfætt tilkall hverrar manneskju að vera hraust, helg og hamingjusöm“

 

– Yogi Bhajan.