Karlajóga með Bigga hefst 4. september

Mánudaga og fimmtudaga kl. 20.15 -21.15 

Kennsla hefst aftur 4. september 2023
Haustönn, 48.000 kr

Mjúkar teygjur, öndun, styrking og slökun í lok tímans.

Karlajóga fór á flug með Birgi haustið 2015 og nú er kominn sterkur kjarni í karlajóga. Jóga er komið til að vera og æ fleiri þiggja þessi frábæru fræði og jógaiðkun til líkamlegrar og andlegrar vellíðunar!

Ein algengasta athugasemdin sem jógakennarar fá þegar þeir fara að dásama jógaiðkun er: „Jóga er nú ekki málið fyrir mig, ég er nefnilega svo rosalega stirður“. Einnig halda sumir að stressaðir einstaklingar eigi ekkert erindi í jóga, jógaiðkun sé aðeins fyrir sallarólega einstaklinga sem eru með allt sitt á hreinu. Sú er auðvitað alls ekki raunin. Stirðir og stressaðir einstaklingar eru einmitt þeir sem hafa einna mest gagn af því að stunda jóga. Málið er bara að byrja rólega og hlusta vel á líkamann.

„I am a man of infinity, in pursuit of my destiny”.

 

Vinsamlega mundu að hafa með þér dýnu, púða, teppi og vatnsbrúsa.

 

„Það er meðfætt tilkall hverrar manneskju að vera hraust, helg og hamingjusöm“

 

– Yogi Bhajan.