Konur dansa frá Hjartanu / Women dance from the heart

Sunnudag 14. maí kl 17:00 – 19:00

Þessi síðasti dansviðburður Fríðu Freyju og Elsu Rósar í bili verður tileinkaður móðurinni.
Elsa Rós er með barni og mun því taka sér frí.

Við munum heiðra móður Jörð með Vatnsblessun og setja okkur ásetning inn í móðurhlutverkið. Vitna okkur sjálfar þar sem við erum staddar í því hlutverki, umvefja það og blessa.

Dansa inn í móðurorkuna og enda á djúpri slökun í faðmi kristaskála og raddar sem kemur frá hjartanu àsamt heilunar með lèttri snertingu.

Fríða Freyja leiðir inn í hjartað í gegnum hugleiðslu.
Elsa Rós leiðir inn í mátt líkamans og tengir okkur við dansflæðið.
Fríða Freyja og Elsa Rós gefa tónheilum með kristalskálum, rödd sem kemur frá hjartanu og hörpu.
Elsa Rós gengur á milli og gefur heilun.
Vinsamlegast komdu með vatnsbrúsa.

Orkuskiptin eru 4.500-7000 kr. eftir því hvað þú vilt leggja til. Inn á rkn. 0101-26-107777 kt. 150759-7069
Skráning: fridapainter@gmail.com eða elsarossmara@gmail.com