Kvöldstund með þér

Miðvikudag 13. mars kl 20:30 – 22:00

Jósa Goodlife og Fríða Freyja Frigg bjóða upp á “Kvöldstund með þér” – kvöldstund með okkur í hópi kærra systra þar sem við ætlum að koma saman í sannleika og fögnuði til að dýpka nándina við okkur sjálfar. 
Það að sitja saman og deila kvenorkunni getur verið eitt það dýrmætasta sem við eigum. Það eru hreinir töfrar sem gerast er hópur kvenna kemur saman til að hugleiða, hlusta, deila og slaka á. Þetta hafa konur gert öldum saman og okkur langar að vekja upp andann í nærandi samveru þar sem við virkilega fáum að finna væntumþykju frá hver annari, án þess að þurfa að “eiga hana skilið”! 
Að sleppa öllu væntingum og einfaldlega “bara vera”…. 
Við ætlum að leyfa flæðinu að sjá hvað gerist og vera eins mikið í “að leyfa” orkunni að taka okkur á ferðalag þessa kvöldstund,
en búast má við fallegu styrkjandi tei, íhugun með fögrum tónum og upplestri úr bók Jósu, sem kemur út síðar á þessu ári. 
 

„Það er meðfætt tilkall hverrar manneskju að vera hraust, helg og hamingjusöm“

 

– Yogi Bhajan.