Jóganám ágúst 2024 – maí 2025 Kynningarfundur þriðjudaginn 11. júní – UPPBÓKAÐ

Kynningarfundur þriðjud. 11. júní kl. 19.00 – 20.00

AÐ KOMA HEIM TIL ÞÍN“
Jóganám með Auði Bjarnadóttur og fleiri góðum kennurum hefst 30 ágúst 2024 og stendur  til 4. maí 2025.
Námið er byggt á Hatha / Vinyasa / Kundalini og Amrit I Am Yoga.
Þetta dásamlega jógaferðalag er fyrir alla, hvort sem er til að verða jógakennari eða til að dýpka eigin ástundun.
Námið er viðurkennt af Jógakennarafélagi Íslands og er stuðst við kröfur Yoga Alliance.
Í þessu jóganámi leggjum við áherslu á að iðkandinn öðlist djúpa þekkingu á eigin líkama og dýpki innri hlustun. Við skoðum inná við og leyfum umbreytingu að eiga sér stað. Þannig erum við enn betur í stakk búin að miðla til annarra.
Í Jóganáminu lærum við um ýmsar nálganir hinna aldagömlu jógaiðkana sem enn er stuðst við um hina víðu veröld. Við lærum jógastöður, öndunaræfingar, hugleiðslur, jóga nidra og jógíska heimsspeki. Sú þekking og grunnur veitir okkur öryggi til þess að gera jóga að okkar eigin nærandi persónulegri iðkun. 
 
Aðalkennari er Auður Bjarnadóttir
Frábærir gestakennarar:
Kamini Desai PhD, jógakennari
Veerle Geuens, jógakennari
Kristín Sigurðardóttir, læknir
Kolbrún Björnsdóttir, grasalæknir
Rakel Dögg Sigurbjörnsdóttir sjúkraþjálfari 
 

„Það er meðfætt tilkall hverrar manneskju að vera hraust, helg og hamingjusöm“