Lærðu að nudda bandvefinn – Nýtt námskeið hefst 16. apríl

Vertu velkomin á 5 vikna námskeið í bandvefslosun, mjúkri hreyfingu, öndun og slökun 16. apríl – 14. maí á þriðjudögum kl 18:45 – 20:00.
Námskeiðið er endurnærandi þar sem öll nálgun snýr að því að styrkja róandi hluta taugakerfisins og upplifa minni innri spennu í líkamanum.
Í námskeiðinu lærum við að losa um spennu í vefjum líkamans með mjúkum hreyfingum, sjálfsnuddi með boltum, teygjum og öndun.
Við fræðumst um áhrif bandvefslosunar á líkaman og hvernig það getur hjálpað okkur að létta á spennunni sem stundum losnar ekki sama hve mikið við teygjum á vöðvunum.
Leiðbeinandi er Arna Rín. Hún er menntaður jóga og pílates kennari, slökunarleiðbeinandi, leiðbeinandi í bandvefslosun, heilsumarkþjálfi og hreyfikennari fyrir barnshafandi og mæður.
Iðkandi hefur aðgang að öllum opnum tíma Jógasetursins á meðan námskeiði stendur.
Staðsetning: Jógasetrið, Skipholti 50c
Hvenær: Þriðjudaga 18.45-20.00
16. apríl – 14. maí
Verð: 27.000.-
Eigin nuddboltar (5 stykki) eru innifaldir í verði að andvirði 12.750 kr.-
Skráning: https://www.sportabler.com/shop/jogasetrid/1
Iðkendur hafi samband við afgreiðslu
20% afsláttur fyrir núverandi korthafa hjá Jógasetrinu. Skráning iðkenda: jogasetrid@jogasetrid.is
 

Meðmæli frá síðasta námskeiði:
Takk kærlega fyrir þetta dásamlega námskeið☺️ og þessa nytsömu samantekt, gott til að muna það sem maður er búinn að læra.
Þetta var dásamlegt námskeið og opnaði fyrir mér nýja vídd hvernig ég get hjálpað líkamanum að slaka á og losa um spennu. Halldóra

Mjög fræðandi og uppbyggjandi námskeið um bandvefinn og hvernig við getum unnið með hann okkur til heilsubótar. Frábær leiðbeinandi með mikla þekkingu á efninu og góða hæfni til að miðla því. Takk fyrir mig. Kveðja Guðrún

Méf fannst námskeiðið vel uppbyggt fróðlekt og auðskilið. Ég er farinn að nota boltana og finnst þeir gera gagn.
Takk fyrir mig kv anna ólōf

Algjörlega ómissandi þekking í endurkomunni eftir fæðingu. Líkaminn vefst saman á svo magnaðan hátt. Stífleiki hér á sér uppruna þar og heildin vefst saman með bandvefnum. Arna kenndi mér gefandi leiðir til að losa um áralanga spennu í fótum og mjóbaki ásamt því hvernig andleg spenna getur setið í líkamanum. Margþætt þekking sem ég mun svo sannarlega njóta góðs af til frambúðar.
Takk takk takk, Elsa

 

„Það er meðfætt tilkall hverrar manneskju að vera hraust, helg og hamingjusöm“

 

– Yogi Bhajan.