Möntrukvöld með kakó og tónheilun með Sólaris

kl. 20:00 -21:30 

Sunnudag 23. júlí

Velkomin á Möntrukvöld með kakó og tónheilun með Sólaris, hljómsveit skipuð Marínu Ósk og Birnu Kristínu.
Byrjað verður á 100% hreinu hjartaopnandi kakói frá Gvatemala sem hjálpar okkur að tengjast okkar innsta kjarna og opna röddina
SUNNUDAG 23. júlí kl. 20:00 í Jógasetrinu.
Fluttar verða að splunkunýjar frumsamdar möntrur en hljómsveitin gaf út sína fyrstu möntru, “Ég anda inn ást”, á síðasta ári og leggur nú gerð við sína fyrstu plötu!
Saman munum við tónheila orkustöðvarnar með eigin rödd og kristalsskálum og njóta þessa að skapa og slaka saman ❤
Hlökkum til að syngja með ykkur!
Aðgangseyrir 3.500 krónur.
____
Birna Kristín Ásbjörnsdóttir er rytmískur píanókennari með B.A. gráðu í sálfræði. Hún stefnir á meistaranám í geðheilbrigðisfræði í haust til að skoða áhrif söngs, hugleiðslu og hljóðs á taugakerfið.
Hún fór til Guatemala árið 2020 og hefur síðan haldið kakóseremóníur með áherslu á möntrusöng og tónheilun.
Marína Ósk er söngkona, lagasmiður og söngkennari en leikur auk þess á hin ýmsu hljóðfæri. Hún er með M.A. í jazzsöng frá Konunglega tónlistarháskólanum í Stokkhólmi og hefur stúderað fjölbreytta tónlist frá hinum ýmsu hornum heimsins.
 

„Það er meðfætt tilkall hverrar manneskju að vera hraust, helg og hamingjusöm“

 

– Yogi Bhajan.