
Að höndla streituna – þú með þér
24. janúar – 16. febrúar ( 4 vikur )
þriðju- og fimmtudaga kl. 20.15-21.30
Kristín Rósa eða Rósa eins og hún er kölluð er jógakennari með kennararéttindi í Kundalini jóga, jóga Nidra, Hatha jóga frá Amrit Yoga Institute USA og Vinyasa jógaflæði frá Radiantly Alive Bali. Hún hefur sótt framhalds námskeið í Jóga Nidra, Kundalini jóga og jóga therapiu (yoga as medicine) og lauk Jóga therapiu námi hjá Kamini Desai í desember 2021. Rósa er menntuð hjúkrunarfræðingur og er með meistarapróf í Lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands. Í lokaverkefni sínu í Lýðheilsuvísindum skrifaði hún sérstaklega um streitu og streitustjórnun og áhrif streitu á heilsu og líðan. Rósa sækir sér stöðugt símenntunar og reynslu, hún er með kennararéttindi í streitustjórnun og seigluþjálfun (SMART) hjá Benson-Henry Institute við Massachusetts hospital og hefur lokið Markþjálfunarnámi hjá Profectus.
Rósa hefur kennt jóga í Jógasetrinu undanfarin ár og kennt byrjendanámskeð í jóga þar og Kundalini-byrjendanámskeið í Jógahúsinu. Hún kenndi starfsfólki Landspítalans jóga í 5 ár og var með jóga-nidra slökunarstundir fyrir starfsfólk Bráðamóttöku. Hún hefur verið með hugleiðslu námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga, kennt jóga hjá Fjölmennt og verið með einkatíma í jóga.
Verð: 19.000 kr.
24. janúar – 16. febrúar ( 4 vikur )
“Ég hafði lítið stundað jóga áður en ég kom á þetta námskeið. Ég var í alla staði mjög ánægð með námskeiðið og viðmót Rósu er einstaklega notalegt. Mér fannst námskeiðið góður byrjunarstaður fyrir mig og finn að mig langar eftir það að halda áfram að stunda jóga.” Marta