Að höndla streituna – þú með þér

4. október – 27. október ( 4 vikur )

Farið er í undirstöðuatriði í jóga. Kenndar eru jógastöður, öndunaræfingar, hugleiðsla og Jóga Nidra djúpslökun. Einnig ýmis ráð úr jógakistunni til að höndla álag og daglega streitu. Jóga gefur frið og ró, betri einbeitingu og jafnvægi
Kennari: Kristín Rósa Ármannsdóttir
Kristín Rósa, eða Rósa eins og hún er kölluð, er jógakennari og er með kennararéttindi í jóga-Nidra og í Hatha jóga frá Amrit Yoga Institute. Hún er líka Kundalini kennari og hefur einnig sótt framhalds námskeið í jóga-Nidra, kundalini jóga og jógaþerapíu.
Rósa er menntaður hjúkrunarfæðingur og er með meistarpróf í lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands. Í lokaverkefni sínu í lýðheilsuvísindum skrifaði hún sérstaklega um streitu og áhrif hennar á heilsu og líðan, og streitustjórnun. Hún er að læra markþjálfun hjá Profectus og er að ljúka kennararéttindanámi í streitustjórnun og seigluþjálfun hjá Benson-Henry Institute.
Rósa kenndi starfsfólki Landspítalans jóga í 5 ár og býður starfsfólki bráðamóttöku í jóga nidra. Hún hefur einnig leitt hugleiðslunámskeið fyrir hjúkrunarfræðinga.

Verð: 19.000 kr.
4. október – 27. október ( 4 vikur )

 

“Ég hafði lítið stundað jóga áður en ég kom á þetta námskeið. Ég var í alla staði mjög ánægð með námskeiðið og viðmót Rósu er einstaklega notalegt. Mér fannst námskeiðið góður byrjunarstaður fyrir mig og finn að mig langar eftir það að halda áfram að stunda jóga.” Marta