Þú með þér og Rósu Matt í Jógasetrinu

Laugardag 6. jan og sunnudag 7. jan. kl. 13:30 – 16:30

Langar þig að styrkja þig og næra?
Kundalini Kriya, hugleiðsla (31 mínúta) Jóga Nidra og löng gong slökun.

Laugardag 6. jan og sunnudag 7. jan. kl. 13:30 – 16:30

Verð: 7.500kr
Iðkendur fá 50% afslátt og greiða: 3.750kr í afgreiðslunni. 
 
Nánari lýsing:
Gott að mæta í þægilegum fötum, borða létt, áður. Reyna að ná góðum svefni og hvíld um helgina – til að auka áhrif þessarar iðkunar.
Tengjum okkur saman, gerum góða kriyu til styrktar og tengingar við eigið sjálf, svo gerum við 31 mínútur hugleiðslu.
Svo tekur við langt og djúpt nidra, í djúpslökuninni leiði ég svo mjúka Gong heilun. Við gefum okkur góða stund til að koma til baka.
“Leyfðu þér að hlúa að þér, sýna þér mildi og kærleika!”
 
Megi þig fylla, fylgja og umfaðma,
kærleikur, ljós og friður,
alla daga, allar nætur um alla framtíð. – RM

„Það er meðfætt tilkall hverrar manneskju að vera hraust, helg og hamingjusöm“

 

– Yogi Bhajan.