Tónheilun alla þriðjudaga kl 18:45 með Völu Sólrúnu

Tónheilun flyst til og verður alla þriðjudaga kl. 18:45 – 20:00.

 

Það er viðburður að geta boðið upp á reglulega Tónheilun með Kristalskálum og Gong með dásamlegu tónlistarkonunni Völu Sólrúnu.

Hjóðbylgjur ferðast mun hraðar í vatni en lofti og er líkaminn því mjög góður hljóðmagnari þar sem við erum um 70% vatn. Með hljóðbylgjum komumst við inn í líkamann án þess að opna hann en hljóðbylgjurnar vinna á hnútum, spennu og öðru sem hindrar gott flæði innan líkamans bæði líkamlega og andlega.

VINSAMLEGAST MÆTIÐ TÍMANLEGA. Lokum kl. 18:45.
Innifalið í korti fyrir iðkendur Jógasetursins og venjuleg skráning.
Aðrir greiða 3500kr.

Skráning: jogasetrid@jogasetrid.is

Komið og njótið.