Tónheilun á vorjafndægrum

Laugardaginn 20. mars kl. 16:00 – 17:00

“Heilaðu þig – Heilaðu heiminn”
 

Við bjóðum þér að koma og fagna vorjafndægrum með okkur í tónheilunarathöfn með kristalskálum.

Vorjafndægur er þegar dagur og nótt eru jafnlöng og upp frá þeim degi verða dagarnir sífellt lengri. Þessi dagur er boðberi vorsins með meiri birtu og nýjar byrjanir og er því tilvalinn til þess sá nýjum fræjum með fallegum ásetningi.

Kristal söngskálarnar hafa mátt til þess að veita okkur djúpa slökun og umbreyta allri orku ásamt því að hækka tíðnina okkar. Þær koma jafnvægi á huga, hjarta, líkama og sál og hjálpa okkur að komast í tengsl við okkar innri visku.

Guðrún hefur allt frá unga aldri haft mikinn áhuga á listum og andlegum málefnum. Hún nam fyrsta stig í Kundalini jóga á Indlandi með Gurmukh og jóga Nidra hjá Kamini Desai á vegum Jógasetursins. Hún hefur búið í nokkrum mismunandi löndum og sótt þar ýmis námskeið sem tengjast jóga, heildrænum meðferðum, heilun og reiki. Áhugi hennar á heilun og tónlist leiddi hana til þess að nema tónheilun þar sem hún notast mest við hinar mögnuðu kristalskálar.


Vinsamlegast komið með eigin dýnu, púða og teppi.


Verð:
2500 kr.
2000 kr. fyrir iðkendur Jógasetursins.

„Það er meðfætt tilkall hverrar manneskju að vera hraust, helg og hamingjusöm“

– Yogi Bhajan.